Fyrr eða síðar verður maður að taka á sig rögg og gera það sem maður þarf að gera. Leysa hnútinn. Fyrr eða síðar, bara ekki í dag. Það er eitthvað svo erfitt að leysa hnúta á meðan maður er með hnút í maganum. Þótt maður viti að hann hjaðnar um leið og maður er búinn að leysa hina hnútana.
Greinasafn fyrir merki: Margbrotin
Vits er þörf
Ég er satt að segja farin að halda að ranghugmyndir um orkusteina séu að verða álíka stórt vandamál og blessaður kristindómurinn. Og of margir sem kæra sig hreint ekki um að maður leiðrétti vitleysuna og útskýri hvers vegna sumir steinar virka fyrir sumt fólk
Orkusteinabullið
Þegar ég opnaði Nornabúðina hélt ég að aðeins mjög þröngur hópur nýaldarsinna tryði á svokallaða orkusteina. Ég hélt bara að almenn eðlisfræðiþekking dygði til þess að uppræta þá hugmynd að grjót búi yfir einhverri sérstakri ‘orku’, hvað þá að nærvera ákveðinna steinda lækni sjúkdóma. Halda áfram að lesa
Þjóðhátíð hvað?
Þjóðhátíð? Leit ég rétt á dagatalið? Sé ekki betur en að þetta sé fjölmenningarhátíð. Tailensk tónlist. Kung fu. Dansar frá Balkanskaga. Á Ingólfstorgi er ein kona í íslenskum búningi. Þjóðhátíðarmatseðlar veitingahúsanna bjóða upp á japanska sósu með lambinu, spænska fiskrétti og cruncy cashnew með einhverju sem ég kann ekki að bera fram. Halda áfram að lesa
Analísa dagsins
-Ég er ekki spákona en ég get sagt þér nákvæmlega hversvegna þú ert ekki hamingjusamlega gift, sagði hún og ef ég væri hundur hefði hún séð eyrun á mér sperrast. Halda áfram að lesa
Gleðilegan 16. júní
Skrattinn er ekki ennþá laus. Ekki ennþá.
Við fáum gamla jaxla úr samtökum herstöðvarandstæðinga í mat í kvöld. Ég reikna með að fagna þjóðhátíðardeginum með bylingarelexír og ættjarðarsöngvum fram eftir nóttu.
Hvort það losar tappann úr sauðarleggnum eða kýlir hann inn, það verður bara að koma í ljós.
Andvaka
Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum.
Birta: Andskotakornið. Ég var að vona að tappinn væri að losna úr Þvagleggnum.
Eva: Í alvöru, það er eitthvað í aðsigi, ég er með verk í hjartanu.
Birta: Kannski er það bara líkamlegt. Of mikið kaffi?
Eva: Nei, það er Skrattinn.
Birta: Við þurfum að sofa.
Eva: Við þurfum að troða tappanum í legginn.
Birta: Á morgun kannski. Við getum ekki tekið áhættuna á að hreyfa við honum núna.
Eva: Af hverju er ég í rusli? Af hverju núna?
Birta: Skiptir það nokkru máli? Geturðu ekki bara hætt að vera í rusli og þar með hætt að pæla í því?
Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum. Ég held það í alvöru.