Sex orða meme handa allskonar fólki

Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð. Halda áfram að lesa

Útlit er til alls fyrst

563274_10151309018827963_1807554242_nÁhrif Saving Iceland koma fram á undarlegasta hátt. Ég sé t.d. að Davíð Oddsson er búinn að taka upp hártískuna sem er ríkjandi hjá þeim virkustu. Eins og lopahönk hafi verið klesst á hausinn á honum. Mikið vildi ég að hann tileinkaði sér viðhorfin líka.

Sexhleypan

Í geðbólgu minni yfir skíthælshætti íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna, frestaði ég því að svara þessari áskorun. Ég veit reyndar ekki hvort er nein sérstök ástæða til að flækja hlutina svona mikið, þ.e. að nota 6 orð þegar 1 dugar, semsé sápuópera en mér er nú sjaldan orða vant svo ég hlýt að bregðast við. Halda áfram að lesa

Örlagamaður

Örlagamaðurinn reyndist vera bróðir mannsins sem segir að ég sé með svarthol í sálinni.

Menn sem hafa sungið fyrir mig hafa tilhneigingu til að eiga bræður.