Meme-æðið greip mig. Dásamlegt ljóðform. Þótt það sé líklega ekki hugsað sem ljóðform. Húsmæður á heljarþröm náðu mér ekki niður af reiðinni sem hefur heltekið mig síðustu daga en það gerði meme. Örljóð um lífshlaup maura, það þarf í alvöru ekki meira en 6 orð. Sá sem telur sig þekkja yrkisefnið dregur slíkar ályktanir á eigin ábyrgð. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Margbrotin
Engin pólitík hér framvegis
Ég hef megna andúð á því fyrirkomulagi að almenningur geti, án nokkurrar ritstýringar beintengt hvaða þvælu sem vera skal við einn stærsta fréttamiðil landsins. Halda áfram að lesa
Útlit er til alls fyrst
MEME
Ég skrifaði sápuóperu tilveru minnar sjálf.
Sexhleypan
Í geðbólgu minni yfir skíthælshætti íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna, frestaði ég því að svara þessari áskorun. Ég veit reyndar ekki hvort er nein sérstök ástæða til að flækja hlutina svona mikið, þ.e. að nota 6 orð þegar 1 dugar, semsé sápuópera en mér er nú sjaldan orða vant svo ég hlýt að bregðast við. Halda áfram að lesa
Örlagamaður
Örlagamaðurinn reyndist vera bróðir mannsins sem segir að ég sé með svarthol í sálinni.
Menn sem hafa sungið fyrir mig hafa tilhneigingu til að eiga bræður.
Þú valdir þér þægilegt líf
Þú valdir þér þægilegt líf. Vinna, sinna fjölskyldunni, fara í sumarbústað, ræktina, halda árshátíð og afmæli, sitja á kaffihúsi, rækja áhugamál, hitta vini, vinna meira… Halda áfram að lesa