Þótt ég sé almennt fær um að passa mig sjálf og finnist mikilvægt að konur jafnt sem karlar haldi sjálfstæði sínu á sem flestum sviðum, hef ég samt hingað til álitið að það sé ekkert skammarlegt við að biðja um hjálp ef maður lendir í aðstæðum sem maður ræður ekki við sjálfur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Margbrotin
Af ósveigjanleika mínum
Í gær var mér sagt að fólk sem er á öndverðum meiði við mig, legði ekki í að rökræða við mig af því að ég væri svo ósveigjanleg í skoðunum að það þjónaði engum tilgangi. Halda áfram að lesa
Það versta
-Hvað finnst þér best við að vera einhleypur?
-Best? Það veit ég nú ekki. Jú kannski það að geta borðað í rúminu án þess að einhver sé að hafa skoðun á því.
-Oj, ég þoli ekki að sofa á brauðmylsnu. En ég fer stundum með kaffibolla og súkkulaði upp í rúm sjálf.
-Ég fer með steiktan fisk og spaghetty.
-Oj!
-Einmitt. Það er gott að vera einhleypur. Auk þess reynir enginn að draga mig fram úr fyrir hádegi um helgar.
-Hmphh! Til hvers að vera á föstu ef maður notar allan frítímann til að sofa?
-Ekkert allan. Maður vakir á næturnar.
-Þú ert í alvörunni köttur er það ekki?
-Kannski smá. Ég leggst allavega ekki ofan á blaðið á meðan þú ert að lesa það.
-Gott og vel. Það besta við að vera einhleypur er semsagt að geta stundað einhverja ósiði í rúminu óáreittur, en hvað er þá verst við að vera einhleypur?
-Það versta er að vera stakur þar sem allir eru pör. Hafa engan maka þegar maður mætir á árshátíð. Við vorum í matarklúbbi. 3 pör. Mér væri velkomið að vera með áfram en ég gæti ekki hugsað mér að mæta einn.
-Finnst þér ÞAÐ í alvöru verst? Hvað með að sofa einn, borða einn … verðurðu aldrei einmana?
-Jújú,ég verð oft einmana, sagði hann, – en ég varð líka oft einmana á meðan ég var í sambúð.
Það,. sagði ég, er líklega það eina sem við eigum sameiginlegt.
Tilfallandi
Ég hef lúmskan grun um að tæki séu ekki eins heimsk og þau líta út fyrir að vera. Að stundum, við einhverjar aðstæður, geti þau tekið sjálfstæðar ákvarðanir eða gefið okkur skilaboð. Halda áfram að lesa
Fress
-Jæja. Ertu búin að fagna endurheimt kynhvatar þinnar? spurði Grái Kötturinn.
-Það er aldeilis að þú kemur þér að efninu, hnussaði ég.
-Mjaaat, Ég kunni ekki við að tvístíga í kringum grautarpottinn og mér finnst mér koma þetta við.
-Jæja, og hvernig rökstyður þú það? Halda áfram að lesa
To be or no to be
Í gær var ég spurð að því hversvegna ég hefði aldrei farið út í pólitík. Málið er að ég ER í pólitík. Bara ekki flokkspólitík.
Mér hefur alltaf líkað stórilla að vera undir stjórn annarra, hvortheldur er í vinnu eða annarsstaðar. Ég hef heldur ekki haft neinn áhuga á því að stjórna öðrum. Þ.e.a.s. mér finnst gaman að hafa áhrif (og eins að finna hvernig aðrir hafa áhrif á mig), en ég hef aldrei verið mikið fyrir að gefa skipanir. Í minni útópíu tekur bara hver og einn ábyrgð á sínu lífi og sínu starfi og skiptir sér sem minnst af öðrum nema viðkomandi biðji um það eða þarfnist hjálpar og það gengur auðvitað ekki alveg upp í veruleikanum.
Ég hef sömu afstöðu til stjórnmála. Valdabrölt og flokkadrættir eru mér ekki að skapi. Ég vil gjarnan hafa áhrif en mig langar ekkert í völd. Ég hef heldur enga ástæðu til að trúa því að ef ég kæmist til valda, þá væri ég eitthvað ólíklegri en hver annar til að sökkva í spillingu og ógeð. Þetta tvennt virðist bara yfirhöfuð fara saman.
Mig langar ekki að stjórna heiminum. Ég vil bara að sem flestir geti búið við frelsi og öryggi og það er engin stjórnmálastefna sem getur tryggt það. Ég held að mannskepnan sé of mikið hjarðdýr til að nokkur möguleiki sé á því að mynda samfélag án valdastéttar. Það fyrirkomulag sem hefur þokað okkur í átt til lýðræðis er það að sem flestar raddir heyrist, að almenningur veiti valdhöfum virkt aðhald og að ákvörðunum stjórnvalda og almennum viðhorfum sé ögrað í sífellu. Þeir sem taka það hlutverk af sér, jafnvel þótt þeir sækist ekki eftir völdum, eru að reyna að hafa áhrif á mótun samfélgasins. Og það er að taka þátt í pólitík.
Ég er líka stundum spurð að því hversvegna ég sé ekki rithöfundur. Sannleikurinn er sá að ég ER rithöfundur. Ég skrifa bara ekki bækur.
Eitt lítið rannsak
Ég hef velt því fyrir mér undanfarið hversvegna virðist ekki vera samræmi á milli lesturs og viðbragða á þessari vefbók. Halda áfram að lesa