Það versta

-Hvað finnst þér best við að vera einhleypur?
-Best? Það veit ég nú ekki. Jú kannski það að geta borðað í rúminu án þess að einhver sé að hafa skoðun á því.
-Oj, ég þoli ekki að sofa á brauðmylsnu. En ég fer stundum með kaffibolla og súkkulaði upp í rúm sjálf.
-Ég fer með steiktan fisk og spaghetty.
-Oj!
-Einmitt. Það er gott að vera einhleypur. Auk þess reynir enginn að draga mig fram úr fyrir hádegi um helgar.
-Hmphh! Til hvers að vera á föstu ef maður notar allan frítímann til að sofa?
-Ekkert allan. Maður vakir á næturnar.
-Þú ert í alvörunni köttur er það ekki?
-Kannski smá. Ég leggst allavega ekki ofan á blaðið á meðan þú ert að lesa það.
-Gott og vel. Það besta við að vera einhleypur er semsagt að geta stundað einhverja ósiði í rúminu óáreittur, en hvað er þá verst við að vera einhleypur?
-Það versta er að vera stakur þar sem allir eru pör. Hafa engan maka þegar maður mætir á árshátíð. Við vorum í matarklúbbi. 3 pör. Mér væri velkomið að vera með áfram en ég gæti ekki hugsað mér að mæta einn.
-Finnst þér ÞAÐ í alvöru verst? Hvað með að sofa einn, borða einn … verðurðu aldrei einmana?
-Jújú,ég verð oft einmana
, sagði hann, – en ég varð líka oft einmana á meðan ég var í sambúð.
Það,. sagði ég, er líklega það eina sem við eigum sameiginlegt.