Sár

Einhvern tíma las ég sjálfsræktarbók sem ég man nú ekki mikið eftir, hvorki nafnið né höfundinn. Þó var í henni ein samlíking sem mér finnst virkilega góð. Halda áfram að lesa

Pöddur

Ég hélt að ég væri með ágæta vírusvörn.

Í gær tekur tölvan svo upp á því að loka á netsíður sem ég reyni að komast inn á, segist vera með vírus og heimtar að ég klikki á tengil til að laga það. Og allt í einu sit ég uppi með eitthvað antivirus 2008 sem heldur því fram að vélin sé full af pöddum en neitar að gera neitt í því nema ég borgi. Tölvustrákar segja mér að það geti allt farið í steik ef maður er með 2 vírusvarnarforrit inni, svo ég reyni að henda þessu nýja en það gegnur ekki. Klukkutíma síðar er antivirus 2009 kominn líka. Finnur 262 ógeð í vélinni en er víst ekki ókeypis og vill samt ekki hypja sig.

Spybot finnur ekki neitt og ég losna ekki við þessi forrit sem ég veit ekki til að ég hafi beðið um. Ég kemst ekki inn á netsíður sem ég vil nota nema eftir krókaleiðum. Kræst ég er að fríka út. Hvernig get ég vitað hvort forritið er að ljúga og hvernig losna ég við þá bræður antivirus 2008 og 2009?

 

Kræst

Geðveikt fólk getur gert mig geðveika. Annar hver lúni í Reykjavík virðist hafa tekið ástfóstri við mig. Mætti halda að það geysaði einhverskonar tunglsýkifarsótt og það er ekki einu sinni fullt tungl.

Ég held það sé kominn tími á Angurgapa.

Vííí!

Ég er rík! Var einmitt að vinna í Vodafone happdrættinu. Sem ég hef reyndar aldrei spilað í.

Hver ætli útvegi annars allar þessar milljónir sem ég hef unnið í happdrættum undanfarin ár? Djöfull væri ég orðin rík ef ég hefði einhverntíma sent inn þessar persónuupplýsingar sem þarf til að fá þær greiddar. Kannski þeir sem fjármagni dæmið (fyrst það eru ekki þáttakendur) séu þeir sömu og borga Saving Iceland laun fyrir mótmælaaðgerðir? Þar er nú önnur auðlind sem ég hef greiðan aðgang að en hef samt aldrei nýtt.

Ég hugsa að ég loki bara sjoppunni og gerist atvinnuvinningshafi. Örugglega meira upp úr því að hafa en að vera atvinnumótmælandi.

It’s a jungle out there

Og hvað merkir það þá að vera góð manneskja? spyr ég en hann getur auðvitað ekki svarað því. Líklega leggur hann gæði og þægindi að jöfnu. Sjálfsagt finnst honum góð manneskja vera sambærileg við góðan bíl, þægileg til reiðar, lætur vel að stjórn og tekur á sig skellinn ef kemur til áreksturs. Heldur útliti sínu nokkuð vel með góðri umönnun og gerir ekki kröfur umfram eldsneyti og reglulega smurningu. Halda áfram að lesa

Varúð! Ekki fyrir viðkvæma

Sæll gamla ógeðið þitt

Þú ert líklega að bíða eftir að ég sendi þér ástarbréf á nafnlausa netfangið þitt. Ef þú værir svo hugaður að segja til nafns, þá myndi ég nú sjálfsagt afgreiða þetta erindi með tölvupósti en fyrst þú endilega vilt ósmekklegheit þá geturðu svo sannarlega fengið þau. Halda áfram að lesa