Í gærkvöld dundaði ég við þá uppbyggilegu iðju að gambla með vini mína á facebook. Ég er að safna fyrir Önnu en hún er svo dýr að ég ákvað að setja Eirík Stefán á útsölu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Margbrotin
Lægð
Birta: Það er föstudagskvöld og við erum ekki með hóp. Klæddu þig í eitthvað skárra og helltu í þig rauðvínsglasi eins og skot.
Eva: Mig langar ekki út.
Birta: Víst langar þig út. Það eru karlmenn úti.
Eva: Ég hef ekki áhuga.
Birta: Við erum með markmið manstu. Halda áfram að lesa
Hvað má það kosta?
-Segðu mér systir; hvað er ekki frábært við þessa hugmynd? sagði Borghildur og ef væri hægt að virkja augnaráð hefði ég hringt beint í Friðrik Sófusson og reynt að selja honum hana.
-Þetta er góð hugmynd að öllu öðru leyti en því, að þú ert að stinga upp á því að ég geri nokkuð sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sagði ég.
-Leiðinlegt! Og hvað með það? Við erum að tala um pening. Helling af peningum. Heillar það þig virkilega ekkert? Halda áfram að lesa
Hugrenning um hamingjuna
-Ertu hamingjusöm?
-Skilgreindu fyrir mig hamingju.
-Þú veist hvað ég meina.
-Nei, ég veit það reyndar ekki. Ég hlakka til að vakna á morgnana ef það er það sem þú átt við.
-Nei ég átti ekki við það. Ég á við eitthvað dýpra.
-Hvernig er það ekki djúpt að vera spenntur fyrir ósköp venjulegum degi?
-Jújú, hamingjan er það en bara líka svo miklu meira. Halda áfram að lesa
Note
Mikið ósköp eru mennirnir tregir.