Lægð

Birta: Það er föstudagskvöld og við erum ekki með hóp. Klæddu þig í eitthvað skárra og helltu í þig rauðvínsglasi eins og skot.
Eva: Mig langar ekki út.
Birta: Víst langar þig út. Það eru karlmenn úti.
Eva: Ég hef ekki áhuga.
Birta: Við erum með markmið manstu. Halda áfram að lesa

Hvað má það kosta?

-Segðu mér systir; hvað er ekki frábært við þessa hugmynd? sagði Borghildur og ef væri hægt að virkja augnaráð hefði ég hringt beint í Friðrik Sófusson og reynt að selja honum hana.
-Þetta er góð hugmynd að öllu öðru leyti en því, að þú ert að stinga upp á því að ég geri nokkuð sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sagði ég.
-Leiðinlegt! Og hvað með það? Við erum að tala um pening. Helling af peningum. Heillar það þig virkilega ekkert? Halda áfram að lesa

Hugrenning um hamingjuna

-Ertu hamingjusöm?
-Skilgreindu fyrir mig hamingju.
-Þú veist hvað ég meina.
-Nei, ég veit það reyndar ekki. Ég hlakka til að vakna á morgnana ef það er það sem þú átt við.
-Nei ég átti ekki við það. Ég á við eitthvað dýpra.
-Hvernig er það ekki djúpt að vera spenntur fyrir ósköp venjulegum degi?
-Jújú, hamingjan er það en bara líka svo miklu meira. Halda áfram að lesa

Gæti ég fundið mér eitthvað uppbyggilegra?

Þegar farða og fótósjopp sleppir, er fólk yfirleitt nákvæmlega eins og það lítur út fyrir að vera.

Ég hef annars töluverðar áhyggjur af sjálfri mér. Ef ég hef í alvöru tíma til að hanga á facebook, þá hlýtur eitthvað mikið að vanta í tilveru mína.

Snorri tók myndina