Lægð

Birta: Það er föstudagskvöld og við erum ekki með hóp. Klæddu þig í eitthvað skárra og helltu í þig rauðvínsglasi eins og skot.
Eva: Mig langar ekki út.
Birta: Víst langar þig út. Það eru karlmenn úti.
Eva: Ég hef ekki áhuga.
Birta: Við erum með markmið manstu.
Eva: Jájá, við ætluðum líka að klára bókhaldið í dag og það gekk nú ekki alveg eftir.
Birta: Þannig að þú ætlar að leggjast þunglyndi, vesælingurinn þinn?
Eva: Ég sakna hans. Það er normalt. Væri ég einhverju bættari með að afneita því?
Birta: Já.

Eva: Ég ætla samt ekki út. Ég er þreytt.
Birta: Þú ert ekki þreytt. Þú hefur ekki gert neitt þreytandi í allan dag. Þú ert reyndar rosalega ekki þreytt.
Eva: Allt í lagi, ég er líklega ekki þreytt. Málið er bara að mig langar ekkert út. Mig langar ekki að tala við neinn og mig langar alls ekki að fara seint að sofa. Hef ekki sofnað snemma síðan… ég man ekki einu sinni hvenær.
Birta: Og af hverju ættirðu að fara snemma að sofa ef þú ert ekki þreytt?
Eva: Mér finnst skemmtilegt að fara snemma að sofa.
Birta: Þú ert nú meiri bjáninn.

Eva: Ég held ég sé að verða svolítið einmana. Kannski.
Birta: Þá skaltu endilega sitja hér ein og njóta þess.
Eva: Æ, góða …