Tilviljun?

Var búin að hringja í allar mannréttindastofnanir og samtök sem ég fann en nei, það er víst engin þörf fyrir fólk sem vill vinna að mannúðarmálum nema þá í sjálfboðavinnu. Því miður, ég verð að hafa einhverjar tekjur, það er nú bara þannig. Halda áfram að lesa

Óvissan

Mig langar ekkert að búa á Íslandi. Sé bara því miður ekki neina aðra lausn. Hugmyndin er náttúrulega sú að verða mér úti um smá pening svo ég komist eitthvert annað og það væri kannski raunhæft ef ég sæi fram á að fá vinnu sem gefur meira en 200.000 á mánuði en ég er ansi hrædd um að ég sé bara að skrá mig í þrældóm með því að fara þangað. Og verð svo á vergangi í þokkabót. Fólk engist þegar ég segi orðið en við skulum bara horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, það bætir stöðuna ekki rassgat að orða það þannig að ég búi tímabundið hjá vinafólki. Halda áfram að lesa

Ný ferilsskrá

Ég hef verið í atvinnuleit á Íslandi undanfarið og hef fengið staðfestingu á því að menntun mín, starfsreynsla og hæfileikar skipta ekki minnsta máli. Ég á því allt eins von á því að þurfa að segja mig til sveitar.

Halda áfram að lesa

100%

Alexander: „Ég veit hversvegna enginn vill borga þér fyrir að blogga. Það er vegna þess að þú ert of mikið ekta. Fólk þolir ekki 100% spíra, það þarf að þynna hann og bragðbæta með einhverju sætu.“

Ok. Ég er 100%. Líklega gambri eða hrásúkkulaði. Halda áfram að lesa

Í rúmi Málarans

Ligg í rúmi Málarans. Í náttfötum. Áður fyrr var ég vön að liggja á gólfinu, nakin.

Undarlegt að liggja í rúmi manns sem þekkir líkama minn betur en nokkur annar og hefur þó aldrei snert mig nakta nema með pensli eða málningarsvampi. Hann geymir myndirnar sem hann tók þegar hann hafði málað mig og ég velti því fyrir mér hvort hann horfi fremur á líkama minn eða myndirnar sem hann málaði á hann þegar hann flettir í gegnum albúmið. Vil ekki spyrja því mér kemur það ekki við. Halda áfram að lesa