Á lygnum sjó

„Er kominn á lygnan sjó, svona tilfinningalega“ sagði hann. Langar víst að hitta mig.

Gott og vel. Við getum svosem hist þegar betur stendur á. Eftir allan þennan tíma er ég sjálf á algerlega lygnum sjó, opin fyrir öllu en um leið skítsama um allt. Þ.e.a.s. karlmenn, ekki pólitík.

-Hahh, viltu ekki bara láta ganga á eftir þér prinsessan þín? segir Birtan í mér og glottir út í annað þegar ég segist ekki vera nein fjandans prinsessa.

Í augnablikinu er ég efins um hvort mér er verr við karlmenn eða feminista.

 

Fleiri úlfar

Heimsæki gamla vinkonu og norn sem bjó í næsta húsi við mig á Vesturgötunni. Hún er aðeins örfáum sentimetrum hærri en ég og virkar minni. Hún á nýjan kærasta sem lítur út eins og Jesús. Þau bjóða mér í mat og þaðan liggur leiðin á Rosenberg. Endingarbesta ást ævi minnar situr við borð og bíður. Höfum ekki talað saman í 5 ár. Litla nornin Nanna hefur líklega stefnt okkur saman viljandi. Halda áfram að lesa

Úlfur

Það góða við að vinna í eldhúsi er að manni verður ekki kalt, yfirleitt eru almennileg áhöld innan seilingar og maður öðlast dýpri skilning á því hvað veitingahús eru rosalega ofmetin. Halda áfram að lesa

Hrellir

Þegar ég færði persónulega bloggið mitt yfir á lokað svæði, fannst mér ég vera að takmarka tjáningarfrelsi mitt. Reyndin er hinsvegar sú að nú þegar svona fáir hafa aðgang að blogginu mínu og ég veit hverjir þeir eru, þá get ég í raun leyft mér að segja miklu meira en áður. Halda áfram að lesa

Endurlit

Fór með Sigrúnu á Tímavillta víkinginn og hitti gamlan vinnufélaga.

Skrýtið að sjá hann aftur. Meira en sex ár síðan við unnum saman og ég sem er ómannglögg og hitti oft fólk sem ég veit að ég þekki en kem samt ekki fyrir mig, hefði sennilega ekki þekkt hann ef ég hefði hitt hann af tilviljun á götu. Samt hefur hann ekkert breyst. Ekki að sjá að ein einasta hrukka hafi dýpkað eða bæst við. Kannski verður fólk sem vinnur alltaf á sama stað aldrei gamalt eða kannski er það bara þessi óvenjulegi velvilji og yfirvegun?

Halda áfram að lesa

Fullkomin vinna?

Námskeið fyrir innflytjendur og fleiri verkefni sem því tengjast. Sé fram á að geta sameinað áhuga minn á mannúðarstarfi og það að skrifa og flytja fyrirlestra. Hafa áhrif. Og hún er með markaðsmann, ég þarf ekkert að selja sjálf, bara koma með góðar hugmyndir og skrifa gott stöff. Og það get ég.

Hugsanlegt að ég fái í framhaldinu þriggja ára starf við námsefnisgerð og þróunarvinnu sem er þess eðlis að ég yrði ekki bundin við Ísland. Það er ekki víst að ég fái þetta starf en ég er bjartsýn.

Er ég skýjunum? Gettu þrisvar.