Hvernig telur maður tvíbura?

Eru samvaxnir tvíburar eitt stykki eða tveir einstaklingar?

Fernir skór, fimm skópör. Fimm skór jafngilda ekki fimm skópörum.
Hinsvegar talar maður ekki um buxur sem par. Fernar buxur, fimm buxur. Líklega af því að buxur eru eitt stykki.

Eru fimm tvíburar fimm einstaklingar eða fimm ‘sett’ af tvíburum? Er það annað ef þeir eru samvaxnir? Eru samvaxnir tvíburar eitt stykki, líkt og buxur?

Jafnvægisstilling

a184277626a99bb32466b040825df61cEftir allan þann hroða af snyrtivörubæklingum sem ég hef prófarkarlesið undanfarið, á ég erfitt með að bera á mig krem án þess að efast um gáfur mínar. Ég hef alltaf haldið að tilgangurinn með kremi væri sá að mýkja húðina og styrkja. Nú veit ég að tilgangur krema er raunverulega sá að „veita aðstoð fyrir þreytta húð“ og koma á jafnvægi milli sálar og líkama.

Halda áfram að lesa