Og eftir öll þessi ár hef ég ekki hugmyndaflug til að velja handa honum gjöf sem segir eitthvað sem skiptir máli. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Í frjálsu falli
Flassbakk
Það var eitthvað við snertinguna, fingurgómum strokið eftir hnakkanum upp í hársrætur; ég tók þétt um hönd hans.
-Þetta máttu ekki gera, sagði ég.
-Hvað þá?
-Snerta mig á þennan hátt. Svona snertast bara elskendur. Halda áfram að lesa
Spurning um smekk
-Var gaman hjá Tannlækninum? spurði Spúnkhildur.
Ég er blessunarlega laus við tannlæknafóbíu en þótt Tannsteinn sé í senn hraðvirkur, vandvirkur og nærgætinn, hef ég aldrei tengt þessar stundir í stólnum hjá honum við sérstaka skemmtan. þekki heldur engan annan sem myndi spyrja svona. Halda áfram að lesa
Fjórða víddin
Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina. Halda áfram að lesa
Sáum Sölku Völku
Ég hef ekki séð margar leiksýningar sem væri ekki hægt að setja eitthvað út á en þótt ég geti verið mjög dómhörð gagnvart skáldsögum finn ég sjaldan löngun til að benda á það sem betur mætti fara í leikhúsi. Ætla því ekki að tíunda það sem ég hefði viljað sjá Borgarleikhúsið gera á annan hátt í uppsetningu sinni á Sölku Völku, bara benda öllum leikhússunnendum og Halldórsunnendum á að mæta. Halda áfram að lesa
… for the weeping yet to come
Af og til, síðustu 13 árin eða svo, hef ég orðið upptekin af áformum mínum um að giftast doktorsnefnunni, sem af einhverjum dularfullum orsökum hefur aldrei verið til viðræðu um þann möguleika. Kannski er hann „innst inni“, nógu rómantískur til að halda að gott samband byggist á hjartsláttartruflunum. Eða hann heldur að jafn biluð kona og ég hljóti að vera erfið í sambúð. Eða hann heldur að konur séu almennt erfiðar í sambúð. Það er sennilega rétt ályktað hjá honum. Ef það er þá það sem hann heldur. Halda áfram að lesa
Kuldagallinn
Svo í morgun þegar ég var að klæða mig í kuldagallann, datt mér dálítið skrýtið í hug.
Viðfang giftingaróra minna sagði á blogginu sínu um daginn að besta tilfinning í heimi væri að koma inn úr kuldanum. Auðvitað er það ósköp gott en mér finnst nú tilfinningin samt ekki betri en svo að ég forðast yfirleitt að fara út í miklum kulda að nauðsynjalausu. Það á við jafnt í holdlegum skilningi og tilfinningalegum. Halda áfram að lesa