Passa þig

-Mig vantar leikfélaga, strák til að spila skrabbl og fara með mér í leikhús og á myndlistarsýningar og svoleiðis.
-Varstu ekki búin að finna einhvern?
-Hélt það kannski jú en hann hefur aldrei samband að fyrra bragði. Sennilega hræddur við mig.
-Ég er ekki hræddur við þig.
-Ég veit, afhverju heldurðu að ég sé að hringja?
-Þú ert hinsvegar hrædd við mig.
-Glætan. Nenni bara engu rugli og þú ert ekki jafnoki minn í skrabbli.
-En hvað? Allt er hey í harðindum?
-Þeir fiska sem róa.
-Við erum góð. Ættum að gefa út málsháttabók. Halda áfram að lesa

Auglýsing

Hér með auglýsist:

Vegleg laun í boði handa hverjum þeim sem vill taka að sér að myrða helvítis páfagaukinn (hvern ég hata), gangast við morðinu og baka sér þannig ævilanga óvild sonar míns (hvern ég elska og vil helst ekki að flytji úr móðurhúsum sökum morðæðis móður sinnar áður en hann útskrifast úr grunnskóla).

Daylight come and we wan’ go home

Úlnliðirnir á mér eru svo aumir að ég get ekki einu sinni pikkað á lyklaborðið án þess að verkja upp í olnboga, auk þess kvefuð og hef gengið á íbúfeni og norskum brjóstdropum síðustu daga. -Þetta var sjálfsvorkunn vikunnar, þá er það afgreitt.

Plastið er rafmagnað. Fyrstu dagana vorum við líkust stjörnuljósum en svo lagðist Sigrún í eðlisfræðirannsóknir og síðan hefur hún vökvað smiðjugólfið reglulega. Neistaflugið er minna, en þegar sjúkraliðinn mætir með slegið hár, rís það líkt og strákústur upp í loftið þegar hún lyftir böggunum. Halda áfram að lesa

Afturbati?

-Hvernig stafsetur maður Krókháls? spurði Haffi og stakk pennanum í annað munnvikið.

Andartak hélt ég að hann væri að reyna að vera fyndinn en ráðaleysið í svipnum var ekta og hann ER skelfilegur í stafsetningu.
-Eins og það er sagt. Með stóru kái… sagði ég án þess að gera mér almennilega grein fyrir því hverju hann væri að fiska eftir. Halda áfram að lesa

Vöðvarækt

Um síðustu helgi var hægri handleggurinn á mér orðinn eins og á Möggu stera en sá vinstri eins og á Óla Skans. Síðan hef ég snúið sveifinni með vinstri hendinni og er svona hvað úr hverju að verða symmertrisk aftur.

Segi ekki að þetta sé gefandi starf en hvað er eiginlega að fólki sem borgar sig inn í líkamsræktarstöðvar þegar er hægt að ná sama árangri án þess að klæða sig eins og fáviti, vera ofurseldur einhverri hallæris stuð tónlist og fá borgað fyrir það í þokkabót?

Í sveitinni

Ég hélt á varalitnum þegar Sigrún renndi í hlað í morgun, 5 mínútum of snemma og rauk út með ómálaða neðri vör. Reyndar ekki í minipilsi og á hælum því þótt það hefði verið mun huggulegra reikna ég ekki með að körlunum hefði orðið mikið úr verki ef ég hefði flaggað ómótstæðilegi flóðbylgju lærapoka minna og ekki vill maður nú skaða hagsmuni fyrirtækisins. Halda áfram að lesa