Ekki alveg

Ostur var það nú ekki heillin, ekki í bókstaflegri merkingu allavega.

Þetta með ostinn er vísun í söguna „Hver tók ostinn minn?“

Sagan greinir frá viðbrögðum músanna þegar þær uppgötva einn góðan veðurdag að osturinn þeirra er næstum því búinn. Þær þurfa að taka ákvörðun um það hvort þær eiga að fara á stúfana að leita að meiri osti og bíta jafnvel í sig kjark til að bragða á tegundum sem þær þekkja ekki eða hvort þær ætla að sitja úti í horni og nöldra „hver tók ostinn minn?“

Ég er sumsé búin að eignast ostagerð. Í bókmenntalegri merkingu.

Liggaligga lá.

Osturinn fundinn – Ný þáttaröð

Spúnkhildur fann ostinn minn! Jess!

Húsnæðið hentar fullkomlega og Listamaðurinn bauð af sér góðan þokka. Fyrir mína parta var það steinslípunarvélin sem gerði útslagið. Tákn frá góðvættum goðheima um að okkur væri beinlínis ætlað að kynnast þessum manni og nota húsið hans.
Fáum afhent annað kvöld og þar með er einni af stærstu hindrununum rutt úr vegi.

Nú þarf ég bara að græja slatta af peningum, vinna eins og geðsjúklingur, galdra eins og vindurinn og þar með er ostagerðin komin á koppinn.
Launkofinn opnar 1. ágúst.

Eintal

Eva: Mig langar í karlmann.
Birta: Jæja. Af hverju ertu þá ekki löngu búin að verða þér úti um einn slíkan?
Eva: Það bara vill mig enginn. Ég veit; þú verður að gera það. Ég vil að þú farir og finnir mann handa okkur eigi síðar en í hvelli.
Birta: Ég get ekkert fundið almennilegan mann nema hafa réttu græjurnar og það vill svo til að við eigum enga skó með pinnahælum.
Eva: Þetta er stórt og mikið vandamál. Þér hefur ekkert dottið í hug að leysa það bara? Halda áfram að lesa

Gremj

Það eru ekki örlög mín að mála íbúðina. Hef verið með sinaskeiðabólgu síðan í desember og á sunnudagsmorguninn vaknaði ég svo slæm að mig verkjaði upp í olnboga við minnstu hreyfingu. Sé fram að þurfa að nota úlnliðina til að framfleyta mér svo ég ákvað að fresta framkvæmdum um nokkra daga. Gerði ekki handtak allan sunnudaginn og ekki í gær heldur en er samt ekkert skárri.

Markaðslögmál

Frá dyrunum var ekki að sjá að neinn væri í afgreiðslunni en einhver bauð nú samt góðan dag svo ég gekk að borðinu. Hún sat fyrir innan það og leit varla upp en hélt áfram að mata ungbarn sem sat þar í kerru á barnagraut.
-Ég ætla rétt að klára að gefa henni að borða, sagði hún svo án þess að vottaði fyrir nokkrum afsökunartón í röddinni og án þess að líta á mig. Halda áfram að lesa

Insect perspective

Og hvað ég vildi að hann væri hér núna, drengurinn sem flytur fjöll.

Beetle of strife
you´re the scholar of life
the insect perspective is modest
and quite valuable

-Þú veist að ég kem alltaf til þín, eins og fjallið sem kom til Múhammeðs.
-Eh … fjallið kom ekki til Múhammeðs, svara ég og reyni að forðast kennaratóninn.

-Þá flyt ég fjallið til Múhammeðs,  segir hann og heldur áfram að ryðja jarðveginn, hrúga upp heilu fjöllunum af frjósamri mold þótt hann viti vel að ég á ekkert til að planta.

Samt er ég góður strákur

Hvað er ég að gera hér? Þegar allt kemur til alls hef ég hvorki orðið þess vör að sýn hans á manneskjuna og heiminn sé áhugaverðari en gengur og gerist né hefur hann sýnt mér persónulega athygli eða kitlað hégómagirnd mína. Hann hann er frekar klár í venjulegri merkingu þess orðs en ekki djúpvitur. Hann segir skemmtilega frá en fyndni hans er ekki á neinum heimsmælikvarða. Mér finnst hann sætur en ekki svo íðilfagur að ég myndi nenna að hanga yfir honum klukkutímum saman bara þessvegna. Auk þess er kynslóðabil á milli okkar. Halda áfram að lesa