-Hann spurði hvort við gætum ekki tekið nokkrar spýtur fyrir mömmu í leiðinni, sagði Mæja, dálítið skrýtin á svipinn og opnaði bílinn sem reyndist kjaftfullur af trjám og greinum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Í frjálsu falli
Fordæði
Skömmu eftir áramót kastaði ég galdri á dusilmenni nokkurt sem var á góðri leið með að drepa vinkonu mína úr leiðindum. Af einhverri illskiljanlegri ástæðu hélt vinkona mín að maðurinn væri ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera. Halda áfram að lesa
Eitt vangavelt
Eitt sem ég velti stundum fyrir mér, án þess að það skipti í sjálfu sér neinu máli:
-Ég held að flest pör stundi sitt samlíf oftar en ekki á kvöldin áður en þau sofna. (Ekki það að ég hafi verulega reynslu af því að tilheyra pari (allavega ekki pari sem stundar kynlíf neitt að ráði) en mér hefur sýnst þetta svona á sjónvarpsþáttum.)
-Þótt Íslendingar séu illa kristnir er samt fullt af fólki í veröldinni sem er mjög trúað og hefur fyrir venju að fara með kvöldbæn, eða jafnvel ræða svona kumpánlega við almættið um landsins gagn og nauðsynjar. (Ég hef lesið það í bók.) Halda áfram að lesa
Sem skiptir öllu máli
-Elska ég þig?
-Ætti ég ekki að spyrja þig að því?
-Elska ég þig eins og á að elska?
-Þú ert góður við mig. Mér líður vel með þér.
-En svarar samt ekki spurningunni?
-Drengur sem ég þekki sagði einu sinni að það hversu mikið maður elskar einhvern ráðist af því hversu heitt maður þráir návist hans.
-Hann á við að ástin sé eigingjörn?
-Hvað heldur þú um það? Halda áfram að lesa
Rangur misskilningur
-Mér liggur nú við að halda að hatur þitt á þessum fugli risti ekki eins djúpt og þú vilt vera láta. Allavega getur ekki verið auðveldara að gera þetta með hann nartandi í andlitið á þér, sagði Elías og glotti.
Mér þótti nokkuð að heiðri mínum sem alræmdrar freðýsu vegið. Halda áfram að lesa
Draumfarir
Mig dreymir aldrei neitt. Þ.e.a.s. ég man aldrei drauma nema þá bara einhverja samhengislausa vitleysu. Sálan sagði að ég skyldi samt reyna að leggja drauma mína á minnið og ég hef virkilega staðið mig vel í því að rifja þá upp um leið og ég vakna. Halda áfram að lesa
Hlustaðu
Æ, elskan.
Þú myndir segja honum það allt. Hvernig þér líður og hvað þú hugsar. Frá fiðrildum og silfurskottum og ostinum og öllu því.
Þú myndir segja honum það allt en þú reiknar ekki með að hann hafi áhuga á því. Halda áfram að lesa