Tímamögnunargaldurinn virkar! Ég var farin að halda að hann væri eitthvað gallaður en nú er komið í ljós að hann er ekki bara í lagi heldur mun öflugri en ég þorði að vona. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Í frjálsu falli
Dram
Dramatíkin hófst handa við það strax í gærkvöld að reyna að eyðileggja helgina og hefur haldið þeim tilraunum áfram í dag. Greyið. Eins og lítill kjölturakki sem getur gjammað á kött út um gluggann en þorir ekki að reka upp bofs þegar hún stendur frammi fyrir alvöru tík. Mér finnst satt að segja hálf neyðarlegt að sjá hana reyna að vera merkilega með sig þegar staðreyndin er sú að enginn tekur fýlunni í henni alvarlega.
Hverjum skyldi það vera að kenna?
-Hann er nú meiri drulludelinn að hlaupast svona undan ábyrgð, dæsti Dramatíkin greinilega reiðubúin að hefja langar og innihaldsríkar samræður um vammir og skammir náungans. Halda áfram að lesa
Ófyrirsjáanlegt vandamál
Sem spákonur miklar vorum við búnar að sjá fyrir ýmis vandamál. Það hafði þó ekki hvarflað að okkur að skuldafælurnar myndu seljast upp strax á öðrum degi. Að vísu erum við ákaflega hamingjusamar yfir því „vandamáli“ en í augnablikinu veit ég ekki alveg hvernig ég á að búa til tíma til að sinna bókhaldi Uppfinningamannsins og öðrum verkefnum sem ég hef tekið að mér. Halda áfram að lesa
Fávitafælan
Nánast allir sem hafa komið í Nornabúðina hafa kolfallið fyrir Fávitafælunni. Nema bróðir minn Mafían. Ég held að honum finnist dálítið ljótt af mér að hafa útbúið þennan litla, einfalda, neytendavæna galdur.
Galdur
Ég held að gæfugaldurinn sem ég framdi á ákveðnum ungum manni fyrir ca 7 mánuðum hafi haft tilætluð áhrif. Allavega lítur áran hans ekki lengur út eins og hann sé að veslast upp innan frá og hann er þegar búinn að taka tvö af þeim þremur örlagaríku skrefum sem þarf til að hann nái þeim árangri að lifa sæmilega innihaldsríku lífi. Mér sýnist hann vera tilbúinn í það þriðja. Verst hvað trúin þvælist fyrir honum. Eins og reyndar flestum. Halda áfram að lesa
Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð
Í fréttum er þetta helst:
Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum. Halda áfram að lesa