Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.
Greinasafn fyrir merki: hvunndags
Þurrbrjósta
Systur minni finnst mjög spaugilegt að fólk sem er fætt eftir 1900 noti orðið „þurrbrjósta“. Sem betur fer gerist þess heldur engin þörf því hér eru allir blautbrjósta í kvöld. Nema Hulla sem þykir greinilega ekkert vænt um okkur.
Enn um A manninn
A maðurinn kominn fram kl 10 og ekkert svefndrukkinn í þetta sinn! Hann verður orðinn sannkallaður A maður um nírætt.
ABBB maðurinn
A maðurinn á heimilinu (sem fór líka „snemma“ að sofa í gær) en kominn á fætur, eldsnemma uppúr 10. Hann segist reyndar bara vera ABBB maður í dag. Ígær kom hann fram 10 mín í 10 en það er nú kannski fullbratt. ABBB maðurinn er geyspandi en ekki þó slagandi.
A maðurinn
Einar er kominn á fætur!
Hann fór snemma í rúmið (um eittleytið) í gærkvöld með þeim ásetningi að gerast A-maður. Miðað við framgöngu hans í eldhúsinu á þeirri stundu sem þetta er skrifað gæti maður haldið að hann væri fullur en ég er nokkuð viss um að svo er ekki. Og er þaðan runninn málshátturinn: Betra er að vera A maður en AA maður.
Margt er líkt með þeim sama
Í dag sá ég mann sem leit út nákvæmlega eins og kunningi minn nema 10 árum eldri. Merkilegt hvað fólk er hvert öðru líkt hugsaði ég og vandaði mig við að glápa ekki á hann. Það var ekki fyrr en hann heilsaði mér sem rann upp fyrir mér að hann var ekki líkur neinum nema sjálfum sér, ég hafði bara ekki séð hann í 12 eða 13 ár.
Galdrafólk á stoppistöð
Þegar ég kom að stoppistöðinni var þar fyrir karl um sjötugt. Hann gaf sig að mér og reyndist hinn almennilegasti. Karl og kona, bæði sennilega um sextugt komu aðvífandi, voru með vegakort og spurðu hvar þau væru stödd. Konan var með lillablátt hár sem stóð undan röndóttri prjónahúfu og sérkennilega leðurtuðru í axlaról. Karlinn var í víðum kufli sem var festur saman með silfurspennu í hálsmálinu og með skotthúfu sem náði honum niður á bringspalir. Halda áfram að lesa