Margt er líkt með þeim sama

Í dag sá ég mann sem leit út nákvæmlega eins og kunningi minn nema 10 árum eldri. Merkilegt hvað fólk er hvert öðru líkt hugsaði ég og vandaði mig við að glápa ekki á hann. Það var ekki fyrr en hann heilsaði mér sem rann upp fyrir mér að hann var ekki líkur neinum nema sjálfum sér, ég hafði bara ekki séð hann í 12 eða 13 ár.