A maðurinn

Einar er kominn á fætur!

Hann fór snemma í rúmið (um eittleytið) í gærkvöld með þeim ásetningi að gerast A-maður. Miðað við framgöngu hans í eldhúsinu á þeirri stundu sem þetta er skrifað gæti maður haldið að hann væri fullur en ég er nokkuð viss um að svo er ekki. Og er þaðan runninn málshátturinn: Betra er að vera A maður en AA maður.