Endurgjaldslögmálið virkar. Enginn þarf að berja annan með felgulykli því almennt sjáum við um að refsa okkur sjálf. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: galdur
Hefndarráð
Frá því að við opnuðum Nornabúðina hef ég ítrekað verið beðin um góða uppskrift af hefndargaldri gegn drullusokkum. Vissulega eru slíkir galdrar til og sjálfsagt að beita þeim ef ástæða er til. T.d. getur hefndargaldur verið hentugur ef viðkomandi kann ekki að skammast sín, þarf sennilega marga mánuði eða ár af ógæfu til að læra það og maður vill ekki eyða orku sinni í að terrorisera hann um lengri tíma. Í slíku tilviki er gott að beita galdri svo maður geti haldið áfram að lifa sínu eigin lífi í vissu um að hann sjái um að refsa sér sjálfur. Halda áfram að lesa
Galdrar virka
Frétti að Húsasmiðurinn væri búinn að ná sér í konu. Ljóta konu og lifaða er mér sagt. Það gleður mig ákaflega mikið.
Ég þarf endilega að fara að losa karlgreyið við bækurnar mínar sem ég hef enn ekki druslast til að sækja. Það er ekki sanngjarnt að nota bókahillur á heimilum annarra í meira en ár. Svo hef ég líka á tilfinningunni að heitkonan eigi rykfallnar Bing&Gröndal styttur sem myndu gjörsamlega rústa samræminu í stofunni hjá honum.
Ég vona að hún eigi kött og þyki heimilislegt að hafa hann upp í rúmi.
Sá á kvölina
Tvo óskasteina færði hún mér af Snæfellsnesinu, spúsa mín seyðkonan. Og ég sem venjulega veit nákvæmlega hvað ég vil er í hreinustu vandræðum með að forgangsraða óskum mínum. Halda áfram að lesa
Seiður
Spúsa mín seyðkvendið fór á sínum fjallabíl á Snæfellsnesið, magnaði þar seið einn mikinn (eða seyð, maður veit ekki alveg þegar hún er annars vegar) og gól í tunglfyllingu. Sneri til baka með fulla vasa af grjóti, m.a. tvo óskasteina sem hún færði mér að gjöf. Halda áfram að lesa
Gandálfur kemur í heimsókn
Á morgnana hefur það oft gerst að fólk rjálar eitthvað við hurðina jafnvel þótt standi skýrum stöfum að búðin sé lokuð. (Við opnum ekki fyrr en kl. 14) Venjulega sinni ég því ekkert en í fyrradag var barið svo hraustlega á gluggann að ég hlaut að taka eftir því. Halda áfram að lesa
Fyrr má nú selja en selja upp
Tímamögnunargaldurinn virkar! Ég var farin að halda að hann væri eitthvað gallaður en nú er komið í ljós að hann er ekki bara í lagi heldur mun öflugri en ég þorði að vona. Halda áfram að lesa