Svarti galdur og opinber flenging á Austurvelli

Í tilefni af gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar mun ég með dyggri aðstoð nokkurra félaga minna, fremja svarta galdur á Austurvelli, föstudagskvöldið 9. nóvember kl 20:00.

Ætlunin er að særa fram álfa, tröll og fleiri vættir. Ég mun eggja þær til að leggja baráttunni gegn stóriðjustefnunni lið og kalla bölvun yfir orkufyrirtækin, álrisana og hverja þá ríkisstjórn sem gefur leyfi fyrir stórkostlegri eyðleggingu á náttúru Íslands.

Einnig ætlar íslensk alþýðukona að mæta á staðinn og rassskella þá þingmenn sem bera ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun.

Gert er ráð fyrir að dagskráin standi í um 20 mínútur. Hvur sem vill getur tekið þátt í athöfninni með því að mæta á staðinn og taka þátt í því að vekja vættirnar með því að klappa lófum, stappa fótum, dansa, hoppa, hrópa eða gala. Athugið þó að athöfnin gæti vakið ungum börnum og fullorðnum grenjuskjóðum óhug.

 

Vantar blóð

Mig sárvantar svosem eins og hálfpott af hrossablóði en Sláturhúsið á Hellu getur ekki reddað mér í tíma. Ef einhver skyldi liggja á, þótt ekki væri nema desilítra, þá endilega hafið samband. Það má alveg kosta smá pening. Halda áfram að lesa

Óðinn, Kristur, Satan og Belsebub

Ákalla þá alla saman og jólasveininn líka.

Ég vona að eitthvað mikið fari úrskeiðis og að Landsvirkjun fari á hausinn. Ég ætla að fremja opinbera galdraathöfn á Austurvelli næsta föstudagskvöld til að svo megi verða.

 

Galdr

Það eru ekki örlög mín að verða blönk. Mammon er búinn að finna fullt af peningum handa mér. Vííííí!

Það sem hægt er að gera með einni hrafnskló, það er með ólíkindum. Og ég sem hélt að þetta yrði svo erfiður mánuður. Ég sá jafnvel fram á að lenda í smávægilegum vanskilum og var farið að svíða í nískupúkann undan tilhugsuninni um dráttarvexti. Það er semsé ekki á dagskránni.

Galdur virkar. Í hvert einasta sinn. Yfirleitt samt ekki svona rosalega fljótt og vel. Þessir peningar komu bara eins og utan úr geimnum, ég átti engan veginn von á þeim. Ég er svo órtúlega heppin að stundum held ég að ég hljóti að vera að ljúga því.

 

Og spunahjólið snýst

Það var farið að hvarfla að mér að Pokurinn hefði svikið mig og að ég þyrfti að sitja uppi með mína sálarlufsu sjálf.
Mig grunaði reyndar að ég þyrfti að útvega eitthvað til viðbótar við sálina (enda er hún ekki sérlega eiguleg) til að koma honum í stuð en ég vissi ekki almennilega hvað það ætti að vera. Nú er það loksins komið á hreint. Halda áfram að lesa

Galdur á Jónsmessunótt

101Kirkjugarður á Jónsmessunótt er öðrum stöðum galdravænlegri. Allavega þegar maður er óökufær af kristilegu blóðþambi. Við hittum reyndar hvorki Satan né anda hinna framliðnu en ég stjórnaði hópgaldri í fyrsta sinn og Egill (12 ára) og Grímur (14 ára) munu líklega seint gleyma því að hafa fengið að taka þátt í slíkri athöfn. Halda áfram að lesa