Rún dagsins er Úr

Úr eða Úruxi er tákn nautsins sem plægir jörðina. Uxinn fer ekki mjög hratt en hann lætur engar fyrirstöður stöðva sig, Þetta er því rún styrks og þrautseigju. Í galdri er hún notuð til að efla viljastyrk og einbeitingu að einu markmiði.

Í rúnalestri felur Úr í sér ábendingu um að spyrjandinn eigi að halda ótrauður áfram á þeirri braut sem hann er þegar á eða þeirri sem blasir við, láta ekkert trufla sig og stilla sig um að sinna mörgu í einu. Einnig að hann eigi að hafa meiri trú á sjálfum sér því hann býr yfir miklu meiri styrk en hann gerir sér grein fyrir.

Fúþarkinn sem verndarhringur

Norræna rúnarófið er kallað fuþark, eftir fyrstu 6 rúnunum. Rúnir voru ekki notaðar til þess að skrifa bækur heldur í áletranir, t.d. á bautasteina, rúmbríkur og kistla og ekki síður til galdraiðkunar. Á Íslandi var aðallega notað 16 rúna róf en þessi norræna gerð rúnarófsins er eldri og að mínu mati bæði fallegri og skemmtilegri. Halda áfram að lesa

Smá um galdur

Mér leiðist.  Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.

Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna. Halda áfram að lesa

Týr

Þingvallaskógur rétt fyrir dögun.

Völvan situr á gæruskinni og vaktar eldstæðið. Horfir milli trjánna á víkingana niðri á flötinni. Stingur mjórri grenigrein í eldinn. Handleikur rúnina sem hún fann í vasa sínum um morguninn. Týr. Getur ekki rifjað upp hvenær eða af hvaða tilefni hún stakk einmitt þessari rún í vasann en hún á vel við þessa dagana. Halda áfram að lesa

Kukl

Leigubílsstjórinn varð dálítið kindarlegur þegar við nornafeðgarnir stigum inn í bílinn, vopnaðar hrafnskló og hauskúpu af rollu og báðum hann að stoppa við kirkjugarðinn. Það viðraði vel til galdrakúnsta í þessari fyrstu tunglfyllingu ársins en sjálf hef ég takmarkaða trú á því að kirkjugarðar séu öðrum stöðum magnaðri, held það hafi frekar verið veðrið og já, kannski tvær laggir af púrtvíni sé ekki eins galin hugmynd og ég hef haldið. Halda áfram að lesa

Frá vísindum til galdurs

Ég sé ekki betur en að það smellpassi upp á tímasetninguna að mæta á Háskólasamkomuna og fara svo þaðan að Stjórnarráðinu og taka þátt í því að leggja bölvun á ríkisstjórnina. Ég ætla sumsé að gala þar seið kl 13:30. Eftir það fer ég að Seðlabankanum og skora á Davíð að segja af sér, eða ber hann út ef ekki fæst viðunandi svar.

Í mannskynssögunni er röðin öfug, þ.e.a.s. frá galdri til vísinda. Öll vísindi eiga rætur sínar í galdri og dulspeki en þróast svo áfram og verða að upplýstri þekkingu. Það er þó greinilegt að það þarf eitthvað meira en upplýsta þekkingu og menningarlegt froðusnakk til að hrekja ríkisstjórn Geirs Haarde (eða er það í raun ríkisstjórn Davíðs Oddssonar) frá völdum. Það má allavega reyna að senda þeim stefnivarg.

mbl.is Menntavitinn afhjúpaður