Ópólitískur forsetaframbjóðandi í leðjuslag

Forsetaframboð einhvers ópólitísks sjónvarpsmanns er í uppnámi, þarsem hann gleymdi hvar hann faldi páskaeggin.

„Hugmyndin var að skrifa framboðsræður upp úr málsháttunum og móta þannig heildstæða stefnumörkun í sjálfbærri menningarþróun á lýðræðisgrundvelli, en nú erum við búin að leita að páskaeggjunum síðan á sunnudagsmorgun og þau bara finnast ekki“ sagði frambjóðandinn í samtali við Pressuna

jólasveinar

jólasveinar Hurðaskellir og hinn frambjóðandinn velta sér upp úr gúanói í fjörunni við Álftanes nú í morgun.

Frambjóðandinn er þó síður en svo af baki dottinn og hefur nú skorað á aðra frambjóðendur í leðjuslag. Tók hann þokkalega á frambjóðandandanum Hurðaskelli nú í morgun. Hurðaskellir hefur sem kunnugt er þreytt leðjuslag margsinnis áður en fengið útihurðina beint í smettið þegar hann bankaði upp á á Bessastöðum til að komast í sturtu eftir slaginn.

 

Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?

Ég get hugsað mér skilvirkara stjórnarfar en lýðræði og ef ég tryði á fyrirbærið „fullkomin manneskja“ þá vildi ég taka upp menntað einræði. Gallinn er sá að jafnvel þótt til kunni að vera manneskja sem engin hætta er á að misnoti slíkt vald hefur sú hin sama sennilega nógu mikla óbeit á fáræði til þess að vera  ófáanleg til að gegna slíkri stöðu. Þessvegna vil ég sem mest lýðræði, enda þótt fólk sé að jafnaði vanhæft, því ég held að vanhæfni margra jafningja sé minna skaðleg en vanhæfni eins yfirboðara. Halda áfram að lesa

Einar í forsetaframboð

„Ég hef lengi átt mér þann draum að auka siðgæði þjóðarinnar“ segir Einar Sauðkrók, sem tilkynnti framboð sitt til forsetaembættis í dag. Einar er sem kunnugt er hættur í Vítisenglum og hyggur nú á frama á öðrum vettvangi.

Helstu markmiðin sem Einar mun vinna að í valdatíð sinni eru að uppræta vímuefni, klám og þágufallssýki að ógleymdri skipulagðri glæpastarfsemi og annarri framsóknarmennsku.

„Það er náttúrulega þessi skipulagða glæpastarfsemi sem er mesta vandamálið. Ég vil bara banna hana alfarið. Ég hef reynslu af þessu sjálfur og get staðfest að þetta er bara tómt rugl, það er miklu meira upp úr óskipulagðri glæpastarfsemi að hafa. Og svo er það náttúrulega klámvæðingin, mér skilst að þeir séu enn að selja Cockburns í ríkinu, það þarf sterkan leiðtoga til að takast á við slíkan ósóma á krepputímum“ segir Einar.

Þess má geta að Einar tapaði í lottóinu á dögunum og er talið víst að það sé ríkisstjórinni að kenna.

Jesus Use Me

Englakórinn hefur lýst yfir stuðningi við framboðið og vinnur nú að útgáfu geisladisks því til styrktar. Meðal laga á disknum er hinn klassíski sumarsmellur Skín við sólu Skagafjörður, en Einar er einmitt ættaður að norðan.