Ópólitískur forsetaframbjóðandi í leðjuslag

Forsetaframboð einhvers ópólitísks sjónvarpsmanns er í uppnámi, þarsem hann gleymdi hvar hann faldi páskaeggin.

„Hugmyndin var að skrifa framboðsræður upp úr málsháttunum og móta þannig heildstæða stefnumörkun í sjálfbærri menningarþróun á lýðræðisgrundvelli, en nú erum við búin að leita að páskaeggjunum síðan á sunnudagsmorgun og þau bara finnast ekki“ sagði frambjóðandinn í samtali við Pressuna

jólasveinar

jólasveinar Hurðaskellir og hinn frambjóðandinn velta sér upp úr gúanói í fjörunni við Álftanes nú í morgun.

Frambjóðandinn er þó síður en svo af baki dottinn og hefur nú skorað á aðra frambjóðendur í leðjuslag. Tók hann þokkalega á frambjóðandandanum Hurðaskelli nú í morgun. Hurðaskellir hefur sem kunnugt er þreytt leðjuslag margsinnis áður en fengið útihurðina beint í smettið þegar hann bankaði upp á á Bessastöðum til að komast í sturtu eftir slaginn.