Af afrekum UTL

Endilega lesið þetta

Og þetta er því miður ekkert einstakt dæmi um skítlega framkomu við hælisleitendur. Mouhamed Lo hefur verið í felum í meira en 5 mánuði. Sú ákvörðun að nýta Dyflinnarreglugerðina til að vísa honum frá var kærð en frestun réttaráhrifa var hafnað. Þetta velkist svo hjá útlendingastofnun mánuðum saman og á meðan er maðurinn í rauninni í stofufangelsi. Innanríkisráðherra svarar einfaldlega ekki tölvupósti og þegar ég reyndi að fá annan lögfræðing í málið var honum bara sagt að þrátt fyrir umboð gæti hann ekki fengið afrit af gögnum þar sem þegar væri búið að skila inn kæru. Hér er hægt að sjá hluta af sögu hans og meira verður birt á næstunni.

Teitur og Baldur til liðs við flóttamenn

Takk fyrir aldeilis góða grein Teitur og Baldur. Það virðist vera rosalega vinsælt trix meðal rasista að kenna útlendingum um allt kynferðisofbeldi. Norska ríkissjónvarpið birti t.d. að mig minnir seint á síðasta ári, frétt um að múslimir hefðu framið allar naugðanir í Noregi á síðustu 5 árum. Opinberar tölur sýna þó að þetta er algerlega út í hött.

Frábært að útlendingastofnun skuli gleðjast svona mikið yfir því að fá þungavigtarmenn úr bloggheimum í umræðuna. Fyrst útlendingastofnun er svona hrifin af ykkur Baldri, þá væri rosalega vel þegið ef þið væruð fáanlegir til að benda þeim á að fólk sem hefur ekki atvinnuleyfi, á mjög erfitt með að taka húsnæði á leigu, svo það er aumt yfirklór að tala um að fólk dveljist ekki „á vegum“ UTL í Reykjanessbæ í 6 ár. Eina leiðin fyrir þetta fólk til að komast af Fit er sú að fá annað húsnæði í gegnum kunningsskap og það er athyglisvert í ljósi þess hve hrifin UTL er af aðstæðunum á Suðurnesjunum að menn skuli þá ekki frekar kjósa að dvelja þar í góðu yfirlæti en að hanga á horriminni til að geta greitt leigu á höfuðborgarsvæðinu.

Medi er ekkert eini maðurinn sem hefur dvalið á Íslandi í 6-7 ár með „tímabundið dvalarleyfi“ þeir eru margir og ég þekki persónulega einn mann sem er farinn að hugleiða hungurverkfall. Tímabundið dvalarleyfi merkir nefnilega að þessir menn mega ekki vinna og geta þar með ekki tekið neinar stórar ákvarðanir um líf sitt. Þeir eru því lítið betur settir en fangar og það er ekki UTL að þakka ef þeir komast af Fit.

Þegar Vestmannaeyjapakkið lagðist á velferðarkerfið

Ég var á 6. ári þegar ég fann í fyrsta sinn til samúðar með ókunnugum. Fram að því höfðu ókunnugir verið einhverskonar grár massi sem kom manni ekki við en nú allt í einu var raunverulegur áhyggjusvipur á foreldrum mínum og ég settist í fyrsta sinn niður við fréttatíma sjónvarpsins. Ég man að ég hugsaði að ég hlyti að vera orðin mjög stór fyrst ég væri að horfa á fréttirnar en líklega hafa liðið nokkur ár þar til annað fréttaefni vakti áhuga minn. Það var ekki ég sem var stór, heldur voru þetta stórfréttir. Halda áfram að lesa

Um nætur er ég hjá herra mín og þar fór það

herra-1Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Faðir hennar kemst að því, ber hana hrottalega og gefur hana svo ríkum manni. Sá ríki verður besti vinur hennar og hún sem áður spann hör á torg og bar um nætur napra sorg, spinnur á daginn silki og lín og hvílir í örmum herra sín um nætur. Heppin!

Halda áfram að lesa