Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa

Til hamingju með Kjarnann

Kjarninn lofar góðu.

Engar munnmælasögur, því síður rassmælasögur.  Ekki yfirborðslegar smelludólgafréttir heldur vönduð, ítarleg umfjöllun.

Og frábær árangur að fá yfirvaldið upp á móti sér strax með fyrsta tölublaði. Endilega dreifum þessum leyniupplýsingum sem víðast.

Sannleikurinn er hættulegur, einkum ef hann fær að koma fyrir sjónir almennings. Þessvegna þurfum við fólk eins og aðstandendur Kjarnans.

Til hamingju Kjarni.
Til hamingju Ísland.

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang. Halda áfram að lesa