Mig dreymir aldrei neitt. Þ.e.a.s. ég man aldrei drauma nema þá bara einhverja samhengislausa vitleysu. Sálan sagði að ég skyldi samt reyna að leggja drauma mína á minnið og ég hef virkilega staðið mig vel í því að rifja þá upp um leið og ég vakna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: draumfarir
Firrt
Marxisk firring; beygja, sveifla, smella, snúa, beygja, sveifla, smella, snúa… allan daginn, alltaf eins og maður veit ekki almennilega til hvers, sér aldrei afurðina nema sem stæðu af plastböggum sem eru settir í gám. Óljós hugmynd um endanlegt notkunargildi; það er ekki hægt að láta sér þykja vænt um grilljón svarta plastbagga. Halda áfram að lesa
Blautur draumur
Mig dreymdi í nótt.
Ég man drauma mjög sjaldan enda er yfirleitt lítið samhengi í draumum mínum. Oftast eru þeir bara einhver óreiðukennd sýra en hvort það á að tákna sálarástand mitt eða kassann með heimilisbókhaldinu veit ég ekki. Það furðulega er að mig dreymdi manninn sem mig langar svo til að giftast en hann kom líka við sögu í síðasta heillega draumi sem ég man eftir. Hvað sem það á nú að tákna. Halda áfram að lesa