Draumur

Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd í búningssal í sundhöll eða líkamsræktarstöð. Ég veit ekkert hvað ég var að gera þar en þarna var allt fullt af akfeitum konum. Mér fannst ég ekkert feit og sá ekki neina nýja keppi eða fellingar á skrokknum á mér en þótti svo ótrúlegt að ég væri eina granna konan á svæðinu að ég steig á vigt til að gá hvort ég hefði fitnað. Halda áfram að lesa

Draumfarir

Ég er búin að ákveða að læra að drekka viský, sagði vinkona mín sem er svo léleg drykkjukona að þegar hún fékk einu sinni skemmt rauðvín, hélt hún að það væri bara hún sem hefði engan smekk.  Halda áfram að lesa

Hjartaþemba

Ég man sjaldan drauma og þeir sem ég man eru oftar en ekki samhengislaust rugl. En í nótt dreymdi mig að ég væri að tala við Ómar Ragnarsson. Ég tek fram að ég ber mikla virðingu fyrir Ómari. Enginn hefur kynnt íslenska náttúru jafn vel fyrir þjóðinni og ég efast um að náttúruverndarsinnar ættu marga fylgjendur ef ekki væri fyrir hans tilstilli.
Halda áfram að lesa

Mús

-Ég man sjaldan drauma en mig dreymdi mús í nótt, sagði hann. Ég fékk snöggan sting í hjartað, slíkur draumur hlaut að hafa merkingu en hún gat verið tvíræð.
-Varstu hræddur við hana? spurði ég.
-Nei, alls ekki. Hún var lítil og sæt og kúrði í hreiðri, sagði hann. Halda áfram að lesa

Utangarðs

Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.

Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa

Utangarðs

Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.

Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa