Punktur

Kennaraverkfall brostið á aftur. Æææææææææææ! Og hvert leitar hún þá til að fá gæslu fyrir barnið? Að sjálfsögðu til einhvers sem væri vís með að útvega parketnagla í leiðinni. Snjallt að láta gemlinginn gista. Gæti vakið djúpstæðari kenndir en löngun til að skjótast í Húsasmiðjuna eftir parketnöglum. Halda áfram að lesa

Bakarí

Ég þarf að vinna í kvöld og kemst ekki á kynningardagskrá vetrarins í Borgarleikhúsinu. Herregud hvað mig langar í karlmann en ekki mæti ég í táldráttarkjólnum í eldhúsið.

Ég fór í bakaríið þegar ég var búin að vinna um hádegisbilið í dag. Stelpan sem afgreiddi mig lítur út eins og Mjallhvít, með svartar fléttur, fullkoma húð og roða í kinnum. Mér datt í hug að kaupa snúð en fór heim með Bláfjallabrauð. Því fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt er til Ólafsbúðar.

Verð

Líkamslykt loðir við rúmföt. Undarlegt hvað sængin mín er gegnsýrð af líkamsilmi Húsasmiðsins, þegar allt kom til alls svaf hann áreiðanlega aldrei undir henni. Samt er þetta ekki bara mín lykt heldur lyktin af okkur báðum. Eða er þetta kannski bara mín eigin lykt? Lykta ég þá eins og tvö? Eða lykta ég bara eins og hann? Halda áfram að lesa

Þessi fallegi dagur

Á leiðinni upp í Heiðmörk handfjatlaði ég hálsmenið sem Húsasmiðurinn gaf mér. Það er Davíðsstjarna.
-Tákn hinna landlausu, sagði hann þá og ég sagði það ekki en ég hugsaði að líklega væri hún frekar tákn þeirra landleysingja sem hröktu annað fólk frá heimilinum sínum, gerðu það að Landleysingjum sem hröktust frá eigin landi og misstu allt að ástvinum sínum meðtöldum. Halda áfram að lesa