Dósentinn veikur

Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.

Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.

Að læsa dyrunum

-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa

Var ég að kveðja hann?

Var ég að kveðja hann? Líklega. Ég hef saknað hans undanfarið og þegar svo er komið er ekki um annað að ræða. Hann fann það held ég. Fann eitthvað allavega. Hann bað mig ekki að vera lengur eins og venjulega. Þvert á móti rauk hann fram úr, sagðist verða að komast út, til að fá sér kaffi. Ekki „eigum við að fara út og fá okkur kaffi“, heldur „ég er eitthvað svo órólegur, ég verð að komast út“. Halda áfram að lesa