Handtekinn vegna orðróms?

Mér voru að berast óstaðfestar fréttir af því að raunverulega ástæðan fyrir skyndilegri handtöku Hauks í gær, væri, eins og viðmælandi minn orðaði það ‘vegna gruns um meintan ásetning’. Í fréttablaðinu í gær kemur fram að samkvæmt ‘orðrómi innan lögreglunnar’ ætli einhverjir harðkjarnamenn að efna til óeirða í dag.

Haukur hefur að vísu aldrei verið viðriðinn neitt sem með góðum vilja mætti flokka sem óeirðir en lítill fugl hvíslaði því að félaga mínum að ‘orðrómurinn’ snerist um hann.

Fávitar!

 

Drama dagsins

Ég ætlaði að komast hjá því að taka þátt í verulega asnalegu leikriti. Gaf ekki kost á mér. Ætlaði ekki að mæta á æfingar. Nema hvað, haldiði að leikstjórinn mæti ekki bara heim til mín, með handrit og allt, án þess að gera boð á undan sér eða gefa mér kost á að afþakka hlutverkið. Halda áfram að lesa

Rassgat

Hvusslags eiginlega veðurfar er þetta? Ég varð eins og hundur af sundi dreginn eftir að ganga frá Vesturgötunni og upp að Kristskirkju. Sat hríðskjálfandi undir teppi í matarboðinu og jakkinn minn var enn rennandi blautur þegar ég fór heim. Í gær sat ég hríðskjálfandi í rennblautum fötum í Háskólabíó. Það var samt ljómandi gott veður þegar við lögðum af stað þangað. Halda áfram að lesa

Einmana

Fyrir viku var ég að fríka út á því að vera aldrei ein, eitt andartak. Svo núna, þegar ég er ein meiri hluta dagsins, þoli ég varla við. Ég hef farið út á hverju einasta kvöldi síðan ég kom heim og aldrei hangið svona á msn fram á miðja nótt oft í sömu vikunni. Nú hef ég verið töluvert mikið ein við vinnu í mörg ár og líkað það vel en þessir tveir mánuðir í stöðugum félagsskap hafa greinilega fokkað upp kerfinu í mér.

Ég gæti að vísu ekki hugsað mér að búa með 10 manns í tveimur herbergjum með stífluðu klósetti strax aftur en mikið ofsalega vildi ég að ég gæti haft Alexander hér 2-3 tíma á dag.