Handtekinn vegna orðróms?

Mér voru að berast óstaðfestar fréttir af því að raunverulega ástæðan fyrir skyndilegri handtöku Hauks í gær, væri, eins og viðmælandi minn orðaði það ‘vegna gruns um meintan ásetning’. Í fréttablaðinu í gær kemur fram að samkvæmt ‘orðrómi innan lögreglunnar’ ætli einhverjir harðkjarnamenn að efna til óeirða í dag.

Haukur hefur að vísu aldrei verið viðriðinn neitt sem með góðum vilja mætti flokka sem óeirðir en lítill fugl hvíslaði því að félaga mínum að ‘orðrómurinn’ snerist um hann.

Fávitar!

 

One thought on “Handtekinn vegna orðróms?

 1. —————————

  þetta er óþolandi valdníðsla. kannski við verðum bara að hætta að vera þæg og góð, þessi þjóðardrusla sem er búin að láta skítbuxa hafa sig að fífli svo árum skiptir.

  skilar þjóðarvilji sér? breytist eitthvað? ég er farin að efast um það.

  Posted by: baun | 22.11.2008 | 12:54:35

  —————————

  Þetta er, ja ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Skammarlegt. Sorglegt. Hneyksli. Og valdníðsla auðvitað.

  Posted by: Harpa J | 22.11.2008 | 13:27:32

  —————————

  Valdníðsla og fávitar. Einmitt. Mér fannst soldið fyndið að einhver sagði í fréttunum í kvöld: Við íslenska þjóðin látum ekki kúga okkur. Sambýlismaðurinn leit á mig og spurði sisvona: Nú, hvenær hættum við því?

  Svo er bara spurning hvort við séum hætt því núna eða hvort við ætlum að halda því áfram??

  Ég held samt að það hafi verið jólasveinninn sem borgaði lausnargjaldið.

  Posted by: Þórunn Gréta | 22.11.2008 | 20:10:26

  —————————

  Djöfuls – þeir eru bara að skíta á sig upp á bak þessir sauðir og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Síðast þegar það voru svona almennileg mótmæli hér á landi var ekki komið litasjónvarp svo reynslan er akkúrat engin! Keep up the good work, darling – varst flott í rauðu kápunni þinni áðan 🙂

  Posted by: Siggadís | 22.11.2008 | 20:34:57

  —————————

  í orusstu á
  að hafa vaðið fyrir neðan sig..
  varnarbúnaður gegn piparúða og öðru gasi. (og myndavélum)
  litað júgursmyrsl og sundgleraugu.
  rykgríma .
  öskutunnulok.
  ofl. sem ég nefni ekki.

  ég fór með börnin á skauta og kom við á austurvelli. ætlaði að gefa þeim pulsur í sjoppunni beint á móti búðinni þinni og fá mér tee hjá þér. sá þá miðan og kom á hlemm. uml. ***

  ég kem og kaupi tee síðar.
  fínt ef þú værir með svona pönnuköku dag eða kvöld. ég býð mig framm til að baka ég á tvær pönnur. bara svona hugmynd. en þú finnur nú örugglega bakara í það.
  pönnukökur fara nefnilega mjög vel við nornabúðina.
  kveðja.

  Posted by: gaddi | 23.11.2008 | 0:33:23

Lokað er á athugasemdir.