Valdníðsla í verki

Það er hrein og klár valdníðsla hvernig að þessu er staðið og greinilegt að tilgangurinn er sá að kippa honum úr umferð fyrir mótmælin í dag.

Hópur fólks ætlar að ganga að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag og lýsa óánægju sinni með þessi vinnubrögð. Ég hvet alla til að mæta, bæði á Austurvöll og að Hlemmi á eftir.

mbl.is Bónusfánamaður handtekinn

One thought on “Valdníðsla í verki

  1. _________________________________

    Í landi þar sem að fólk á að fara að lögum. Og þangað til að sérstök lög gilda um mótmæli þá eiga mótmæli að fara að lögum líka.Jóhann Pétur Pétursson, 22.11.2008 kl. 13:36

    ————————————————–

    Jóhannl..það er svona fólk eins og þú sem hefur leyft yfirvöldum að vaða uppi með fasískum hætti

    Hljótum að gera þá kröfu að LÖGREGLYFIRVÖLD fari eftir þeim lögum og reglum sem um þau gilda.

    Heiða B. Heiðars, 22.11.2008 kl. 13:39

    ————————————————–

    Sæl Eva,

    langaði bara að lýsa yfir stuðningi með Hauki en ég kemst því miður ekki til að mótmæla við lögreglustöðina, er í vinnunni :/

    Vona að þetta eyðileggi ekki algjörlega prófundirbúning Hauks…

    Endilega skilaðu til hans þegar þú getur, baráttukveðjum frá mér.

    Kv. Bjöggi

    Björgvin Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 13:41

    ————————————————–

      Þakka hlýhuginn. Jóhann Pétur, á meðan lög ná ekki yfir þá sem með svindli, leynimakki og misnotkun á aðstöðu sinni, sigla þjóðarbúinu í þrot, þá er út í hött að handtaka þá sem benda á það hvernig Alþingi hefur verið svívirt.Eva Hauksdóttir, 22.11.2008 kl. 14:28

    ————————————————–

      Mér finnst hann hafa verið settur þangað sem hann á heima að mínu áliti.

    Kveðja Skattborgari.

    Skattborgari, 22.11.2008 kl. 14:31

    ————————————————–

    Það hvort þér finnst við hæfi að stinga fólki inn fyrir að benda á spillinguna og ógeðið skiptir ekki máli hér. Hvort sem þessi dómur átti rétt á sér eða ekki þá er ólöglega að þessu staðið og greinilegt að hér er verið að gefa mótmælendum skilaboð um að þeim sé betra að hegða sér.Eva Hauksdóttir, 22.11.2008 kl. 14:36

    ————————————————–

      Sammála Skattborgara.

    Skilst að þetta sé sami maður og hljóp inn á flugbrautina hérna um daginn. Hljómar í mínum eyrum eins og atvinnuaumingi, honum væri nær að fá sér vinnu á einhverju fiskiskipinu eða fiskvinnslunni og veita þannig þjóðarbúinu raunverulega hjálp fremur en að sóa tíma sínum í gjörninga.

    Es. Ég styð heilshugar að fólk mótmæli þegar það á við, líkt og friðsamlegu mótmælin sem farið hafa fram síðustu laugardaga eru táknmynd um og ég vona að þau mótmæli sem þú talar um við lögreglustöðina verði. En að menn sjái sig knúna til að mótmæla öllu því sem gerist í þjóðfélaginu er auðvitað bara vitleysa og að fullorðið fólk vilji þannig láta flokka sig með hinum börnunum sem voru að kasta skyri og eggjum er ofar mínum skilningi.

    Út frá því sem ég hef lesið um umtalaðan Hauk myndi ég giska á að maðurinn hafi aldrei haldið raunverulegri vinnu lengur en 6 mánuði, hafi á einhverjum tímapunkti, líklegast oftar en 1 sinni verið á atvinnuleysisbótum og hafi aldrei verið unnið meira en svo að persónuafslátturinn coveri hans skattgreyðslur. Correct me if I’m wrong!

    Sigur!, 22.11.2008 kl. 14:45

    ————————————————–

      Sigur. Ég held að þessi lýsing eigi við mjög marga mótmælendur því að það eina sem margir þeirra gera er að læra sem mest og fá svo þægilegt djop á kostnað skattgreiðenda í framtíðinni.

    Eva. Það eina sem ég sé að er að Ráðherrarnir og þeir sem stjórnuðu þegar hrunið kom séu ekki í hinum klefunum.

    Kveðja Skattborgari.

    Skattborgari, 22.11.2008 kl. 14:49

    ————————————————–

      Lög eru lög hann braut lög ekki einu sinni hedur oft em sagt síbrotamaður erfitt að hafa samúð með mönnum sem haga sér svona.Jón Rúnar Ipsen, 22.11.2008 kl. 15:28

    ————————————————–

    Hefði hann bara flaggað svörtum fána þá hefði þetta kostað skýrslutöku og síðan hefði honum verið sleppt. En að flagga Bónusfánanum er nú heldur langt gengið. Með því ögraði hann æðstu hórum landsins og það hefur skiljanlega alvarlegar afleiðingar fyrir hann. Sex mánaða fangelsi virðist hæfileg refsing fyrir að móðga Stalín á þennan hátt.Baldur Fjölnisson, 22.11.2008 kl. 17:24

    ————————————————–

    Nú þekki ég ekkert til þessa manns, en ég vorkenni honum ekkert að afplána þau lagabrot sem hann kann að hafa á samviskunni.

    Viljum við ekki að allir njóti jafnréttis fyrir lögunum?  Ég sé ekki fyrir mér neinn Bastilluslag við Lögreglustöðina ef mér sjálfri yrði stungið inn fyrir eitthvað.
    Reyndar þótti mér hugmyndin um að flagga bleika-grís-fánanum á þinghúsinu hreint ágæt undirstrikun á  öllum þeim mistökum sem þar voru gerð innan dyra.

    Kolbrún Hilmars, 22.11.2008 kl. 18:10

    ————————————————–

    Djöfull eruði úti á þekju!!

    Löggan, ríkisstjórnin og allt þetta batterí er að ræna ykkur og þið sofið á verðinum! En þeir sem nenna að láta til sín taka geta átt von á því að verða stungið inn

    Þið hljótið að vera stolt

    Heiða B. Heiðars, 22.11.2008 kl. 19:15

    ————————————————–

      Eva, sonur þinn er greinilega mikill prílari. Hefur hann alltaf verið svona? Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:36

    ————————————————–

    Heiða, hefndin er alltaf sætari þegar hún er köld…Kolbrún Hilmars, 22.11.2008 kl. 19:36

    ————————————————–

    Þetta minnir á Júdas sem sveik Jesús.

    Samfylkingin ætlar greinilega endanlega að svíkja þjóðina í hendur glæpaklíkunnar sem setti landið á hausinn.

    Aðstoðuðu þingmenn Samfylkingarinnar við handtökuna?

    „Uppi varð fótur og fit. Háskólanemendunum var vísað á dyr í snarhasti. Þarna fengju þeir sannarlega ekki að laumast um gólf.
    Í staðinn bauð Samfylkingin þeim á skrifstofur sínar. Haukur og félagar nutu þar lífsins og höfðu ekki minnsta grun um að á meðan Samfylkingarmenn gerðu við þá gælur voru Svartstakkarnir á leið á staðinn.
    Samfylkingarmenn létu á engu bera. En þegar Haukur ætlaði að ganga út af skrifstofunum stökk löggan á hann og handtók hann.“

    Sjá slóðir
    http://maurildi.blogspot.com/2008/11/g-l-h-e-i-t-r-f-r-t-t-i-r.html
    http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/720852/#comment1945857

    Jon R (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:46

    ————————————————–

    Haukur var heldur betur brattur þegar hann losnaði úr varðhaldinu og hélt magnaða byltingarræðu við lögreglustöðina. Magnaður strákur.Baldur Fjölnisson, 22.11.2008 kl. 19:47

    ————————————————–

    Eftir ræðu formanns Samfylkingarinnar að dæma mætti halda að hún hafi villst á flokksþingum, Framsókn var nefnilega einu sinni, hér í gamla daga, sögð opin í báða enda…Imba talaði út og suður…var bæði með kosningum í einu orðinu og móti þeim í hinu.

    Þetta eru flottir strákar.

    Ætli Jón Geir hafi borgað sektina úr eigin vasa; eða kannski hafa verið samskot á stöðinni?

    Hvaðan og hvenær kom skipunin um handtökuna? Menn hafa aldeilis haft snör handtök, þykir mér.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:59

    ————————————————–

     * Geir Jón, heitir hann víst.

    * Svo var víst einu „bæði“ ofaukið hjá mér, en það er nú aukaatriði.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:04

    ————————————————–

    Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga má gera hlé á fullnustu refsinga ef sérstaka ástæður mæla með því. Því var ekkert ólöglegt við það að skipta afplánun hans í tvennt.

    Auk þess má skv. lögunum hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi refsivert afbrot í millitíðinni, hætta er talin á að hann reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæla með því.

    Hvað er þá ólöglegt við handtökuna, ef ég má spyrja?

    Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 21:53

    ————————————————–

    Kreppa, viltu vera svo góð, fyrst þú ert svona lögfróð, að upplýsa mig og aðra í leiðina um það hvað er refsivert við það, samkvæmt lögum, að hengja Bónusfána á Alþingishúsið?

    Hvað lög, nákvæmlega, banna það?

    Geturður vísað til þeirra með beinum hætti, það er að segja sagt til um hvar þau lög sé að finna?

    Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:06

    ————————————————–

    Hvaða ‘sérstöku ástæður’ mæltu með því að skipta afplánuninni? Jú, það MÁ láta fólk hefja afplánun fyrirvaralaust, aftur ef sérstakar aðstæður krefjast þess. Þetta er t.d. gert gagnvart hættulegum ofbeldismönnum. Það er greinilegt að þær sérstöku aðstæður sem kröfðust þess að Hauki væri kippt úr umferð á föstudagskvöldið liggja ekki hjá honum sjálfum, heldur eru það samfélagsaðstæður sem skapa hættu á því að ráðherrar og fleiri embættismenn þurfi að axla ábyrgð á verkum sínum. Aðgerðasinnar þurftu að fá skilaboð um að þeim væri hollast að hafa sig ekki of mikið í frammi, um það snýst málið.Eva Hauksdóttir, 23.11.2008 kl. 00:17

    ————————————————–

      Einnnig, ef brot Hauks var eins alvarlegt og þú virðist álíta, Kreppa, – því var þá ekki lagt kapp á að handsam hann strax eftir brotið – því leið hálfur mánuður frá því að brotið var framið þangað til brotaaðilinn var handsamaður? Verður það ekki að teljast til alvaregrar yfisjónar lögregluyfirvalda að vanrækja eftigrennslan og leit í þvílíkum mæli, ef um jafn hættulegan glæpamann var um að ræða og þú lætur í veðri vaka? Því þó svo að „Bónusdrengurinn“ hafi hulið andlit sitt um tíma náðist þó af honum grímulausum uppi á húsinu, sem hefði átt að nægja til að hafa uppi á honum fyrr en reyndin var. Þessi mynd hér:

    Eða er þetta ekki mynd af syni þínum, Eva? Ég vona að þú misvirðir ekki við mig að setja hana hér, þar sem þessi mynd hefur birst í fjölmiðlum (ég man ekki hvar).

    Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:22

    ————————————————–

    Sigur; þér til upplýsingar þá hefur Haukur aldrei unnið fulla vinnu meira en 6 mánuði samfleytt en hlutastörf með skóla vissulega. Hann hefur aldrei verið á atvinnuleysisbótum, enda aldrei verið atvinnulaus. (Það kallast ekki atvinnuleysi þegar fólk tekur sér frí til að ferðast eða er í skóla.) Nei, hann hefur líklega aldrei unnið meira en svo að persónuafslátturinn dekki skattgreiðslur -og hvað með það?

    Þessar getgátur þínar sýna bara að þú ert undir áhrifum staðalmyndar sem á lítið skylt við raunveruleikann. Hitt er svo annað mál að enda þótt þetta ætti allt saman við, þá eiga jafnvel krónískir aumingjar sama rétt og þú á því að halda fram pólitískum skoðunum og sama rétt á því að mannréttindi þeirra séu látin vega þyngra en þægindi valdhafa.

    Eva Hauksdóttir, 23.11.2008 kl. 00:26

    ————————————————–

    Það eru nú samt skattpeningarnir mínir sem fara í að þrífa upp ósómann eftir hann og þá sem komu að þessum skrílslátum við hlemm í dag! Vona að þú sért ekki stolt af þessum fíflalátum! Og ég get tekið undir það að skóli og ferðalög teljast ekki til atvinnuleysis enda hefði fólk haft að leggja sig fram við að vera atvinnulaust síðustu ár.

    Kreppa tekur svo þarna einnig fram að leyfilegt sé að halda áfram afplánun fyrirvaralaust fremji viðkomandi afbrot í millitíðinni, sem hann gerði og af fréttum að dæma (fréttamiðlum sem ég get ekki sagt að ég treysti 100%) var hann handtekinn eftir ábendingu frá starfsmönnum alþingishússins.

    Ætla mér ekki að kafa dýpra í þessar umræður þar eð ég gæti hæglega sagt eitthvað sem ég gæti þurft að sjá eftir, eitthvað sem tjáningarfrelsisregla stjórnarskrárinnar nær ekki til. Ólíkt syni þínum fer ég að lögum enda eru þau mikilvæg undirstaða siðaðs samfélags!

    Á vinsamlegu nótunum ætla ég þó að benda þér á kosti þess að hafa haus (banner) á heimasíðunni þar eð það auðveldar þeim sem hana skoða að komast aftur á aðalsíðuna vilji þeir skoða fleiri af færslunum þínum.

    Sigur!, 23.11.2008 kl. 01:10

    ————————————————–

    Sigur!

    Ég held næstum að þú gætir gerst tuðari að atvinnu – bara spurning hvort nokkur vildi ráða þig, á þessum síðustu og verstu – þér tekst nefnilega ekki alveg svo vel upp við það að ég ímyndi mér að það yrði slegist um að fá þig til starfa. Mundu – gæði vega þyngra en magn! Æfðu þig!

    Mikið væri annars fróðlegt að vita við hvað þú starfar, fyrst þér er svo mikið mál að vita hvort aðrir gera það.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:31

    ————————————————–

    Mér skilst að það sé þokkalega vel borgað að vera tuðari á alþingi, gætu einhverjar stöður opnast þar á næstu mánuðum eða ári. Spurning einnig að ganga í Vinstri hreyfinguna grænt framboð, efast þó um að ég hefði mikið í þá að gera enda atvinnutuðarar þar á ferð. Einnig verð ég að leifa mér að efast um að þú værir sátt við að skríll sem væri að berjast fyrir málstað sem þú getur á engan hátt samþykkt myndi ganga fram með þeim sömu ráðum og mótmælendur við Hlemm viðhöfðu í dag. Þeir sem köstuðu eggjunum í lögregluna í dag eru fyrir mér jafn miklir glæpamenn og þeir sem lömdu löggurnar í Árbænum um daginn. Ekki viltu að slíkir menn gangi lausir?

    Ég er í dag nemi við Háskóla Íslands en hef starfað öll sumur og flest jólafrí síðan ég var 14 við fiskvinnslu, mestmegnis á ísfisktogurum en einnig á frystitogara og við landvinnslu utan eitt sumar sem ég vann fyrir Vestmannaeyjabæ.

    Sigur!, 23.11.2008 kl. 02:35

    ————————————————–

      Mér dettur í hug varðandi það sem Kreppa sagði um að það væri glæpsamlegt athæfi að flagga með Bónusfánanum á Alþingishúsinu…

    Er það þá ekki viðlíka glæpur að klæða Jón Sigurðsson í bleikan kjól? Var það ekki álíka vanvirðing við þjóðartákn? Því voru konurnar sem það gerðu ekki handteknar?

    Hefði meira að segja átt að vera mun auðveldara, þar sem þær klifruðu ekki eins hátt upp…

    Ég þakka greið svör, Sigur!

    Ég er sammála því að mótmælin við Lögreglustöðina fóru úr böndum, en fólki var líka stórlega misboðið og heitt í hamsi. Það er ekki endalaust hægt að þegja, vera friðsamur og láta allt yfir sig ganga í þessu þjóðfélagi, eins og því er stjórnað nú þessa dagana, jú og áður á bak við tjöldin, æ fleiri gera sér það ljóst. Ef ekkert breytist til betri vegar má búast við fleiri slíkum uppþotum. Þolinmæði fólks er á þrotum.

    Atvinnutuðarar finnast víða. En nú á tímum vaxandi atvinnuleysis legg ég til að þú æfir þig og leggir rækt við tuðið, þannig að þér verði allar götur greiðar í framtíðinni.

    Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 10:20

Lokað er á athugasemdir.