Einmana

Fyrir viku var ég að fríka út á því að vera aldrei ein, eitt andartak. Svo núna, þegar ég er ein meiri hluta dagsins, þoli ég varla við. Ég hef farið út á hverju einasta kvöldi síðan ég kom heim og aldrei hangið svona á msn fram á miðja nótt oft í sömu vikunni. Nú hef ég verið töluvert mikið ein við vinnu í mörg ár og líkað það vel en þessir tveir mánuðir í stöðugum félagsskap hafa greinilega fokkað upp kerfinu í mér.

Ég gæti að vísu ekki hugsað mér að búa með 10 manns í tveimur herbergjum með stífluðu klósetti strax aftur en mikið ofsalega vildi ég að ég gæti haft Alexander hér 2-3 tíma á dag.