Drinng!
Nornin: Eva.
Rödd í símanum: Sæl Eva ég heiti Halldór (eða kannski hét hann Kristján eða Helgi eða Sigurjón, ég man það bara ekki) og hringi frá lögreglunni. Við þurfum að birta þér fyrirkall. Hvar ertu stödd? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Birta
Örþrif
Ég örþreif. Og þá á ég ekki við að ég hafi þvegið upp og dustað poppkornsagnir úr sófanum.
Ligg andvaka í rúmi Pegasusar og bylti mér. Halda áfram að lesa
Svæfð
-Ég ætla að koma þeim í bólið og svo kem ég strax upp, segir Pegasus. Ég reikna ekki með að það taki hann langan tíma að klappa Harley litla og kyssa Corvettu svo ég býð ekki góða nótt þótt ég sé svo þreytt að ég gæti sofnað á gólfi þessa risastóra dótakassa. Halda áfram að lesa
Bliss
Birta: Óðinn, Satan, Gvuð, ég vissi ekki að við hefðum smekk fyrir þetta.
Eva: Kannski höfum við bara aldrei gefið því séns. Eða kannski er það hann. Eða kannski er ég bara svona ástfangin.
Birta: Bííííbíííbíbíbí… róleg á væmninni góða.
Eva: Þetta er ekki væmni.
Birta: Ok ekki ennþá kannski en það er samt alveg óþarfi að klístra kandýflossi í röddina og þú ert alveg að fara að segja eitthvað sætt upphátt.
Eva: Þú vilt kannski taka við og segja eitthvað gáfulegt?
Birta: Neinei, segðu bara eitthvað væmið en vertu þá ekki hissa þótt hann kalli þig kjútípæ eða eitthvað álíka. Kannski þessu sem byrjar á d.
Eva: Engin hætta, hann er búinn að lofa að segja ekki d-orðið.
Sápuóperan mælir með:
-Villibráðarhlaðborðinu í Perlunni.
-Einstöku púrtvíni.
-Creme Brulay.
-Félagsskap myndarlegs og skemmtilegs karlmanns sem kemur fram við þig eins og drottningu og getur haldið uppi áhugaverðum samræðum í marga klukkutíma, jafnvel þótt þið eigið engin sameiginleg áhugamál.
-Að reikna með möguleikanum á því að réttur sem ekki bragast vel hjá einum kokki, geti heppnast betur hjá þeim næsta.
-Að prófa allt sem er í boði, allavega einu sinni.
-Að sofna út frá Hendel, í fanginu á manni sem getur látið þér líða eins og gyðju þegar þú ert bæði grenjandi og á túr.
-Að vakna hjá manni sem finnst þú falleg með morgunhrukkur og úfið hár.
-Að reikna með möguleikanum á því sem er eiginlega of gott til að vera satt.
Vel að merkja; kjólar, kápur, peysur, nærföt, varalitur, skór: rautt virkar.
Dindill
Mér finnst Hilmir Snær afskaplega kynþokkafullur karlmaður. Samt sem áður kemur þessi „frétt“ mér á óvart og það kemur mér enn meira á óvart að hún skuli koma mér á óvart. Ég hef hingað til talið sjálfa mig hina mestu dindilhosu, hef séð allar þessar myndir en ef ég hefði verið spurð að því fyrir 20 mínútum hvort ég hefði séð dindilinn á Hilmi Snæ á hvíta tjaldinu, hefði ég svarað nei. Í fullri alvöru, ég bara get ekki rifjað upp þessar meintu typpasenur. Hversvegna ætli það sé? Mér detta í hug eftirfarandi skýringar: Halda áfram að lesa
Mús
-Ég man sjaldan drauma en mig dreymdi mús í nótt, sagði hann. Ég fékk snöggan sting í hjartað, slíkur draumur hlaut að hafa merkingu en hún gat verið tvíræð.
-Varstu hræddur við hana? spurði ég.
-Nei, alls ekki. Hún var lítil og sæt og kúrði í hreiðri, sagði hann. Halda áfram að lesa
Að vera í náttfötum
Hann tók mig í fangið og bar mig inn á yfirbyggðan skeiðvöllinn, sposkur að vanda. Ég gróf andlitið ofan í koddann hans, hlustaði á vatnið renna inni á baðherberginu og reyndi að hundsa rausið í Birtu, bak við augnlokin. Halda áfram að lesa