Ég býst svosem ekki við því að bankastjóragreyin muni mikið um þennan 200.000 kall. Þeir borga svo hroðalega skatta af þessu blessaðir mennirnir. Hvernig væri að hækka frekar örorkubætur og lægstu laun um sömu upphæð? Það fólk fyndi þó allavega fyrir hækkuninni jafnvel þótt það hefði nógu lítið vit á fjármálum til að greiða tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts.
Greinasafn fyrir merki: auðvaldið
Ekki benda á mig
Það er eitthvað svo subbulegt við að einn maður fái 900 milljónir fyrir að hætta að vinna.
Svo subbulegt að við getum sameinast um að hneykslast á því að þetta forríka kapítalistasvín skuli sofa á næturnar.
Allavega á meðan við hugsum sem minnst út í það að meðalmennið á Íslandi er tekjuhærra en 80% jarðarbúa og á samt ekki við neina svefnerfiðleika að stríða vegna auðæva sinna. Sumir hinsvegar sofa illa af fjárhagsáhyggjum þrátt fyrir þau.
Lögmál: Sá er er ósiðlega ríkur hlýtur alltaf að vera ríkari en ég.
Munar ekkert um tittlingaskít
Ríkissjóður tönnslast á því að við munum ekkert finna fyrir því ef við setjum 5000 kall á mánuði í sparnað. Vel má það vera en eitt finnst mér mótsagnakennt. Um áramótin hækkuðu laun ríkisstarfsmanna. Laun þeirra sem eru í 8.launaflokki, 5. þrepi hækkuðu t.d. um 4241 kr á mánuði.
Og nú spyr ég, fávís konan, hversvegna býður Ríkissjóður starfsfólki sínu launahækkun, sem hann sjálfur telur svo ómerkilega að engar líkur séu á að hún skipti launþegann nokkru máli?
Bréf til Glitnis
Þegar Glitnir auglýsti námsmannaþjónustu sína með því að ráðleggja ungu fólki að taka yfirdráttarlán til þess að eiga bæði fyrir bjór og bakkelsi gekk fram af mér. Þann 9. september 2006 sendi ég Glitni, því skítafyrirtæki svohljóðandi bréf: Halda áfram að lesa