Dagbók frá 7. bekk 9

Helgi er hrifinn af mér. Í dag fórum við út í líffræðitímanum og hann bar mig yfir lækinn. Mér finnst gaman að einhver skuli vera hrifinn af mér en mér finnst leiðinlegt að það skuli vera hann. Hann er áreiðanlega góður strákur en hann líkist helst gömlum bónda og er ekki myndarlegur. Ég er samt almennileg við hann enda er ég sjálf ljót og ljótt fólk á ekkert skilið að aðrir séu ekki almennilegir við það. En ég vildi samt að einhver annar væri hrifinn af mér en ég veit ekki hver ég vil að sé það. Allavega ekki Diddi Dóri.