Dagbók frá 7. bekk 10

Ég þoli ekki mömmu. Hún kom í skólann með fullt af nammi harðfisk og allskonar og það var ágætt. En Ásgeir í 9. bekk hélt að hún væri 18 ára og fannst hún mjög myndarleg. Eins og Ásgeir er skemmtilegur strákur. En hann tekur ekkert eftir mér og finnst ég örugglega algjört smábarn. Við töluðum helling um Guð og kirkjuna í gærkvöldi og þegar ég fór heyrði ég hann segja við Kidda að ég væri mjög spes krakki. Semsé krakki en ekki stelpa. En hann er samt mjög fínn. Mér er hinsvegar illa við Kidda. Hann er heimskur monthani en þeir Ásgeir eru svo miklir vinir að maður getur ekki talað mikið við Ásgeir nema þurfa að tala við Kidda líka. Ég er samt ekki hrifin af Ásgeiri en mér finnst samt ekkert gaman að hann skuli vera svona heillaður af mömmu minni.