Dagbók frá 7. bekk 11

Ég skil ekki hvað þetta er með hann Rúnar. Þessi prúði drengur lætur alveg eins og fífl. Það geri ég reyndar líka en ég er hins vegar ekkert óvön því. Gunna á Ási heldur að það sé af því að hann hefur alltaf verið ofverndaður og nú er hann frjáls. Ég er líka ofvernduð en ég gat samt hegðað mér kjánalega í gamla skólanum en ekki hann af því að foreldrar hans voru alltaf nálægir.(1) Foreldrar eru mjög óhollur félagsskapur til lengdar. Ég er mjög glöð yfir því að hafa mömmu ekki alltaf ofan í hálsmálinu á mér lengur.

(1. Foreldrar Rúnars unnu við skólann.)