Dagbók frá 7. bekk 12

Það er ekkert gaman núna. Helgi spurði hvort ég vildi koma í bíó með sér. Ég væri alveg til í það ef það væri bara einhver annar. Mér er strítt á því að hann sé hrifinn af mér og ég var ekkert almennileg við hann í kvöld. Rósa er leiðinleg við mig. Hún er alltaf að tala um hvað ég sé feit og hvað brjóstin á mér hossist mikið. Svo er ég með bólu á hökunni og hún fer ekki hvernig sem ég kreisti hana. Ég vona að hún fari um helgina.