Við erum búnar að skreyta herbergið okkar og í dag byrjuðum við að búa til stórar klippimyndir úr silkipappír til að setja í gluggana á stofunum. Þær verða rosalega flottar þegar þær eru komnar upp. En ég er samt ekki í neinu jólaskapi.
Mér gengur ekki eins vel í stærðfræðinni og áður og nenni ekki að gera neitt í því.
Ég er hundleið á því hvað þessar stelpur þurfa að sofa mikið. Þær eru alltaf grjótsofnaðar löngu fyrir miðnætti og mér leiðist að hafa engan að tala við. Mamma getur þó allavega vakað á næturnar en hún vill bara tala um ættfræði og draugagang. Ég myndi hvort sem er aldrei tala um neitt sem skiptir máli við hana en hún sofnar þó allavega ekki klukkan 11.