Dagbók frá 7. bekk 32

Sigmundur [skólastjórinn] talaði við mig áðan og skipaði mér að mæta í matsalinn og borða. Ég hef ekkert borðað nema morgunmatinn og svo ávöxt á kvöldin síðan á mánudaginn enda er ég að léttast. Það er ekkert erfitt að sleppa því að borða ef maður mætir ekki í mat. En hann hótaði að senda mig heim og sagði að ef ég þyrfti að léttast skildi ég mæta í leikfimi. Ég ætla að mæta í mat en samt að passa mig. Ég hugsa að ég fari í leikfimi næst, svona til að róa liðið, ég vil allavega ekkert vesen.