Það gerðist svolítið leyndó í kvöld. Ég var að tuskast við Didda Dóra og við lentum einhvern veginn inni í sturtunni fyrir framan stelpnavistina. Það var mjög dimmt og hann kyssti mig á hálsinn og allt í einu vorum við ekki lengur að tuskast heldur næstum því að kela, held ég. Hann er mjög klaufalegur og hreyfingarnar svona fálmkennt káf eins og hjá gömlum kalli. Karlmaður á ekki að káfa utan í mann heldur nota þétt handtök. En það var samt eitthvað gott við þetta. Ég er samt ekki hrifin af honum og ég ætla ekki að segja neinum. Ekki einu sinni Freyju.