Dagbók frá 7. bekk 20

Þórunn segir að strákar hugsi bara um eitt. Það geri ég reyndar líka. Stundum finnst mér ég vera meiri strákur en stelpa. En samt finnst mér gaman að vera dömuleg og vera í flottum náttkjólum. Mamma gaf mér ljósbláa siffonnáttkjólinn sinn af því að hún er orðin of feit í hann en hún vill ekki að ég noti hann í skólanum. Hann er æðislegur og ég fór samt með hann í skólann. Ég vona að mamma haldi áfram að fitna. Hún er alltaf með leggja sig veikina og þá þarf ég að passa svo mikið. Stundum þoli ég hana ekki en samt er hún svo fyndin þegar hún er ekki í fýlu að maður fer alltaf að hlæja og þá þoli ég hana alveg en ég vona samt að hún verði mjög feit ef hún heldur áfram að vera svona leiðinleg.