Ég er ekki með námsleiða en ég er samt ekki kennarasleikja. Ég er búin að lesa alla dönskubókina, hún var skemmtileg og ég skildi næstum allt. Ég ætla samt ekki að segja neinum frá því. Ég á fullt af leyndarmálum um kynlíf og guðdóminn og allskonar en þetta er asnalegasta leyndarmál sem ég hef átt.