Dagbók frá 7. bekk 19

Gredda, gredda, gredda. Maður hættir að vera feimin við orð ef maður segir þau nógu oft. Rósa segir að ég sé með greddu á heilanum. Ég reyndi að segja henni að það væri orðið gredda en ekki greddan sjálf sem ég væri með á heilanum en hún fattaði ekki hvað ég meinti. Reyndar er ég líka með greddu á heilanum en ekki bara orðið sjálft. Maðurinn er ekki það sem hann borðar, (því þá væri ég súkkulaðikex) maðurinn er það sem hann segir.