Ég er með höfuðið fullt af dónalegum hugsunum. Ég sé eitthvað dónalegt við hluti sem eru alls ekki dónalegir. Ég veit ekki einusinni hvort ég er með klofið á heilanum eða heilann í klofinu. Um síðustu helgi dreymdi mig m.a.s. dónaskap. Ég hélt að það kæmi bara fyrir stráka en kannski tala stelpur bara ekki mikið um svoleiðis. Ég vona allavega að ég tali ekki mikið upp úr svefni. En stelpurnar eru alltaf sofnaðar löngu á undan mér og ég vakna á undan þeim líka svo það er ekki mikil hætta á að þær fatti það. Freyja talar stundum upp úr svefni en aldrei um neinn dónaskap.