Pegasus er að koma heim jííí! Líklega er hann þegar lentur. Hvað ætti maður að gera í kvöld? Blanda lúsaeitur? Mála rúnasteina?Það má alltaf finna eitthvað til að dunda við en síðustu daga hef ég átt frekar auðvelt með að setja mig í spor vinu minnar bókasafnsfræðingsins og þar sem virðist fremur dauft yfir úrvalinu í Helvíti, getur verið að ég heimsæki tiltekna geimveru í staðinn. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Hvað verður um tölvupóstinn?
Alnæmis internetið. Eða póstþjónn eða eitthvað annað tæknidrasl.
Walter sendi mér tölvupóst sem barst mér ekki. Við höfum lent í þessu áður nema þá var það öfugt; póstur frá mér barst ekki og engin villumelding. Kannski eru tugir bréfa til mín hangandi einhversstaðar utan í alheimsorkunni eða hvað það nú annars er sem ber skilaboð á milli pósthólfa og sendernurnir vita ekki betur en að ég hafi fengið þau.
Hvað verður annars um tölvupóstinn, þegar hólfið sem það er sent frá segir að bréfið hafi farið en viðtakandinn fær það ekki? Eyðist það? Fer það í rangt pósthólf? Eða er það bara einhvernveginn í loftinu?
Ég skil vel hversvegna eðlisfræði var til skamms tíma flokkuð sem dulspeki.
Líkt
Tungumálið kemur upp um okkur. Hugsunarhátt okkar.
Þegar allt kemur til alls er ekki svo mikill munur á ‘I like you’, ‘I am like you’ og ‘I feel like you’. Fólk laðast víst mest að þeim sem líkjast því, hvort sem um er að ræða vináttu- eða ástarsambönd. Samkvæmt rannsóknum eru m.a.s. meiri líkur á að fólk verði ástfangið ef það líkist hvort öðru í útliti. Halda áfram að lesa
Til moldar
–Hvaða tákn var nú þetta? spurði móðir mín.
-Ægishjálmur, ég gat ómögulega farið að loftkrota krossmark yfir kistu trúlausrar manneskju, svaraði ég.
Mér hafði reyndar dottið í hug að teikna hamar og sigð en taldi líklegt að einhverjum ofbyði það svo ég sættist á Ægishjálm fyrir frænku mína sem var örugglega skráð í þjóðkirkjuna eins og nánast allir af hennar kynslóð en var nú samt sem áður trúleysingi og kommúnisti. M.a.s. aktivisti.
Mikið eru nú kirkjulegar athafnir yfirhöfuð óviðeigandi. Mér er sama hvað verður um hræið af mér þegar ég dey. Ef einhverjum líður betur mað að láta kór syngja yfir mér ‘ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn’, þá verði þeim að góðu. En mikið rosalega yrði það samt óviðeigandi.
Á andlegu nótunum
Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú. Halda áfram að lesa
Ekki samt blár
Ég sakna Walters. Finnst ergilegt að heyra ekkert frá honum svona lengi. Ég veit ekki nákvæmlega í hvaða barbaraþorpi hann er staddur en það eru víst engar tölvur þar.
Samt er ég alls ekki einmana; það er ekki sársauki sem plagar mig heldur bíð ég hans með þó nokkrri óþreyju.
Það er ekki blátt. Ekki heldur grænblátt.
Það er meira svona vínrautt.
Sund
Ligg með systur minni í heita pottinum.
Líklega er þetta í fyrsta sinn í 25 ár eða meira sem við förum saman í sund. Undarlegt hvað við munum eftir ólíkum hlutum úr bernskunni. Stundum engu líkara en að við höfum alist upp á sitthvoru heimilinu. Það er ekki það að við eigum ólíkar minningar um það hvernig hlutirnir voru heldur eru það áherslurnar. Ég man eftir hlutum sem hún er búin að gleyma og öfugt.