Til moldar

Hvaða tákn var nú þetta? spurði móðir mín.
-Ægishjálmur, ég gat ómögulega farið að loftkrota krossmark yfir kistu trúlausrar manneskju, svaraði ég.

Mér hafði reyndar dottið í hug að teikna hamar og sigð en taldi líklegt að einhverjum ofbyði það svo ég sættist á Ægishjálm fyrir frænku mína sem var örugglega skráð í þjóðkirkjuna eins og nánast allir af hennar kynslóð en var nú samt sem áður trúleysingi og kommúnisti. M.a.s. aktivisti.

Mikið eru nú kirkjulegar athafnir yfirhöfuð óviðeigandi. Mér er sama hvað verður um hræið af mér þegar ég dey. Ef einhverjum líður betur mað að láta kór syngja yfir mér ‘ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn’, þá verði þeim að góðu. En mikið rosalega yrði það samt óviðeigandi.

 

One thought on “Til moldar

 1. ———————————-

  Glæsilegt ljóð og eitt fallegasta lag sem íslendingur hefur samið.

  Mætti túlka sem virðingarvottur við fagurkerann í þér.

  Og já, það vantar sárlega að starta hefð fyrir borgaralegum jarðarförum.

  Posted by: Varríus | 16.04.2008 | 16:07:09

  —- —- —-

  Sálmurinn er vel ortur, það vantar ekki og lagið(eins og reyndar flest ef ekki öll lög Þorkels Sigurbjörnssonar) svo fallegt að maður fær gæsahúð á bakið. En ég hef verið viðstödd þrjár jarðarfarir fólks sem var lítt hrifið af hugmyndinni um miskunn Drottins og hafði litla eða enga trú á bæninni, þar sem þetta lag var samt sem áður flutt. Mér finnst það undarlegt val.

  Kom þessi frænka þín nokkuð til mín til Parísar fyrir nokkrum árum? Lýsingin passar einhvern veginn vel, kommúnisminn og aktívisminn.

  Posted by: Kristín | 16.04.2008 | 17:33:16

Lokað er á athugasemdir.