Alnæmis internetið. Eða póstþjónn eða eitthvað annað tæknidrasl.
Walter sendi mér tölvupóst sem barst mér ekki. Við höfum lent í þessu áður nema þá var það öfugt; póstur frá mér barst ekki og engin villumelding. Kannski eru tugir bréfa til mín hangandi einhversstaðar utan í alheimsorkunni eða hvað það nú annars er sem ber skilaboð á milli pósthólfa og sendernurnir vita ekki betur en að ég hafi fengið þau.
Hvað verður annars um tölvupóstinn, þegar hólfið sem það er sent frá segir að bréfið hafi farið en viðtakandinn fær það ekki? Eyðist það? Fer það í rangt pósthólf? Eða er það bara einhvernveginn í loftinu?
Ég skil vel hversvegna eðlisfræði var til skamms tíma flokkuð sem dulspeki.
————————————-
Ef tölvupóstur kemst ekki til viðtakanda, þá á póstkerfið að senda villutilkynningu til sendanda. Líka ef tímabundnir erfiðleikar í póstþjónustu valda því að töf verður meiri en 4 tímar. Hins vegar hafa sumir óvitrir kerfisstjórar tekið upp á því að láta ekki neinar villutilkynningar berast, því það er þekkt að þær hafa valdið sumum tölvunotendum áhyggjum, og þekkt er að sendendur ruslpósts eru oft að senda pósta í annars nafni, sem síðan skoppa aftur til baka til rangra aðila, en eins og gefur að skilja eru yfirleitt í kringum 50% af netföngum á listum sendenda ruslpósts alls óvirk eða ekki til, en það er í sumum tilfellum margar milljónir netfanga.
Einu sinni fékk ég hundrað þúsund pósta á hálftíma, en það er varla neitt til að barma sér yfir …
Posted by: Elías Halldór | 15.04.2008 | 17:22:25
——————————————
En Elías, getur þú sagt mér hvað verður um póstinn? Stoppar hann bara einhversstaðar í loftinu og sameinast einhverjum segulbylgjum eða hvað?
Posted by: Eva | 15.04.2008 | 17:37:17
——————————————
Ef hann kemst ekki til skila sökum tímabundinna erfiðleika, þá liggur hann á disksvæði á póstþjóni sendanda þangað til hann kemst til skila. Það er líka mögulegt netþjónusta viðtakanda hafi aukapóstþjón til að dreifa álagi, og þá bíður pósturinn þar.
Ef villan er varanleg, t.d. ef netfangið hefur verið misritað, t.d. ef það stæði „nornabúðin.is“ í stað „nornabudin.is“ þá fær sendandi póstinn í hausinn ásamt stuttri orðsendingu um eðli vandans og engin ummerki verða um hann nema ein eða tvær línur í annálum viðkomandi póstþjóna
Tímabundin villa verður líka varanleg villa ef hún hefur staðið yfir í visst langan tíma, venjulega 3 eða 5 daga.
Posted by: Elías Halldór | 15.04.2008 | 18:24:54