Ég hélt að ég væri með ágæta vírusvörn.
Í gær tekur tölvan svo upp á því að loka á netsíður sem ég reyni að komast inn á, segist vera með vírus og heimtar að ég klikki á tengil til að laga það. Og allt í einu sit ég uppi með eitthvað antivirus 2008 sem heldur því fram að vélin sé full af pöddum en neitar að gera neitt í því nema ég borgi. Tölvustrákar segja mér að það geti allt farið í steik ef maður er með 2 vírusvarnarforrit inni, svo ég reyni að henda þessu nýja en það gegnur ekki. Klukkutíma síðar er antivirus 2009 kominn líka. Finnur 262 ógeð í vélinni en er víst ekki ókeypis og vill samt ekki hypja sig.
Spybot finnur ekki neitt og ég losna ekki við þessi forrit sem ég veit ekki til að ég hafi beðið um. Ég kemst ekki inn á netsíður sem ég vil nota nema eftir krókaleiðum. Kræst ég er að fríka út. Hvernig get ég vitað hvort forritið er að ljúga og hvernig losna ég við þá bræður antivirus 2008 og 2009?